Hafnasambandsþing 2014

Hafnasambandsþing var haldið í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð dagana 4. og 5. september 2014. Alls sóttu ríflega 100 fulltrúar þingið, fræddust um starfsemi hafnasambandsins og hlýddu á fræðsluerindi.

Móttökur og aðstaða öll var til mikillar fyrirmyndar hjá heimamönnum og var góður rómur gerður að þinginu í heild.

Dagskrá:

Skráning þátttakenda

Fimmtudagur 4. september

Boðið verður upp á rútuferð frá Akureyrarflugvelli til Ólafsfjarðar kl. 08:20
09:30 Skráning þátttakenda
10:00 – 11:00 Þingsetning – kosning starfsmanna þingsins – ávörp – skýrsla stjórnar og ársreikningar. Tjarnarborg Ólafsfirði.
Setningarávarp:
Gísli Gíslason, formaður hafnasambandsins
Kosning þingforseta, ritara og nefnda.– Guðný Sverrisdóttir og Svanfríður Inga Jónasdóttir voru þingforsetar- Kristinn Reimarsson ritaði fundargerð
Ávarp:
fulltrúi frá innanríkisráðuneytinu 
Skýrsla stjórnar 2014:
Gísli Gíslason, formaður stjórnar hafnasambandsins
Ársreikningar, tillögur um árgjöld og fjárhagsáætlanir:
Skúli Þórðarson, gjaldkeri hafnasambandsins
11:00 Kaffihlé
11:10 – 12:30 Umfjöllunarefni
Fjárhagur og staða hafna:
Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins
Efnahagsleg áhrif hafna:
Valur Rafn Halldórsson, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviðið sambandsins
Langtímastefna hafna:
Haukur Már Gestsson, hagfræðingur og verkefnisstjóri Íslenska sjávarklasans
Umræður
12:30 Matarhlé
   
13:30 – 14:15 Hafnalög og reglugerðir
Hlutverk Vegagerðarinnar og fjárveitingar til hafnarmála
Hreinn Haraldsson, forstjóri Vegagerðarinnar
Samgöngustofa – breytingar í starfsemi
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu
Neyðarhafnir og öryggi í höfnum
Hermann Guðjónsson verkfræðingur hjá Samgöngustofu
Lagabreytingar frá síðasta þingi og umhverfið framundan
Gísli Gíslason, formaður hafnasambandsins
14:15 – 15:30 Nefndastörf
Allsherjar- og fjárhagsnefnd
Umhverfisnefnd
Stefnumótunarnefnd
17:00 – 18:30 Skoðunarferð um Fjallabyggð og Dalvík
20:00 Hátíðarkvöldverður í Rauðku á Siglufirði
   Boðið verður upp á rútuferð til Ólafsfjarðar og Dalvíkur.

 

Föstudagur 5. september

Boðið verður upp á rútuferð frá Siglufirði og Dalvík til Ólafsfjarðar.
09:30 – 12:00 Nefndastörf frh.
  Allsherjar- og fjárhagsnefnd
  Stefnumótunarnefnd
  Umhverfisnefnd
 
12:00 Matarhlé
 
13:00 – 14:20 Nefndarálit lögð fram – umræður – afgreiðsla ályktana
Formenn nefndar gera grein fyrir nefndarstarfi og niðurstöðum
Umræður um niðurstöður nefndarstarfs
Afgreiðsla ályktana
 14:20 – 15:00 Fræðsluerindi
Norðurslóðaverkefnið
Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur
Sjávarútvegurinn í dag og breytingar framundan
Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri fiskeldis hjá Samherja
15:00 Kaffihlé
15:15 – 15:50 Kosningar og ákvörðun næsta hafnasambandsþings
Kosning stjórnar og varastjórnar Hafnasambands Íslands til tveggja ára
Kosning formanns stjórnar hafnasambandsins til tveggja ára
Kosning skoðunarmanna og varamanna til tveggja ára
Ákvörðun um næsta hafnasambandsþing 2016 og hafnafund 2015
15:50 – 16:00 Þingslit
Formaður hafnasambandsins slítur 39. hafnasambandsþingi

Boðið verður upp á rútuferð frá Ólafsfirði til Akureyrarflugvallar, rútan leggur af stað kl. 16:30.

 

Birt með fyrirvara um hugsanlegar breytingar.