Á von á mikilli uppsveiflu í komu skemmtiferðaskipa á næstu árum

Mynd af vefnum visir.is Í frétt á vefnum visir.is er viðtal við Guðmund M. Kristjánsson, hafnarstjóra Ísafjarðarhafna, þar sem hann spáir mikilli uppsveiflu í komu skemmtiferðaskipa á næstu árum. Í fréttinni segir m.a.: Meira en fimmtíu skemmtiferðaskip hafa lagst að bryggju á Ísafirði í sumar. Hafnarstjóri segir að koma skemmtiferðaskipa í Skutulsfjörð í sumar hafi verið kærkomin breyting frá því í fyrra. Von er á að tæplega sextíu skip komi til Ísafjarðar á þessu ári. Aðsókn ferðaman...
Lesa meira

Hafnarfjarðarhöfn fær búnað til að rafvæða skip

Í Fréttablaðinu í dag, 10. ágúst, er m.a. að finna frétt um að Hafnarfjarðarhöfn hafi fengið heimild til að festa kaup á háspennutengibúnaði að jafnvirði 98 milljóna króna. Búnaðurinn verður í færanlegum gámum. „Við erum í stórverkefni í orkuskiptum og erum að koma upp háspennutengingum á hafnarbakkanum hjá okkur. Það er verið að leggja lagnir á Hvaleyrarbakka og undirbúa lagnir inn á Suðurbakka. Þetta er 1,2 megavatta viðbótarafl inn á hvorn bakka fyrir sig. Við gerum ráð fyrir að geta tengt in...
Lesa meira

Eiga von á sextíu skemmtiferðaskipum í sumar

Eins og annars staðar á landinu féllu komur skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar niður með öllu í faraldrinum í fyrra. Nú virðist komið annað hljóð í strokkinn; það er von á sextíu skipum í sumar. Það komu engin skemmtiferðaskip til Ísafjarðar í fyrra, ekkert frekar en annars staðar, og búið var að afboða 150 skip sem búist var við í sumar. En eftir því sem slaknar á COVID-krumlunni hér á landi hafa bókanir tekið við sér. Von er á 57 skipum til Ísafjarðar. „Og það verða þrjár skipakomur til F...
Lesa meira

Tæpir sjö milljarðar í hafnaframkvæmdir og sjóvarnir á árunum 2020-2025

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti nýlega ávarp á ársþingi Hafnasambandsins, sem að þessu sinni var haldið rafrænt. Fjármagn til hafna og mikilvægra sjóvarna hefur verið stóraukið á kjörtímabilinu og síðast í tengslum við fjárfestingaátak ríkisstjórnarinnar í vor. Í ár verður 1,6 milljarði króna varið til hafnaframkvæmda og 1,2 milljarðar eru settir í hafnir í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Alls sé áætlað að verja tæpum sjö milljörðum króna á sex ára tímab...
Lesa meira

Lúðvík Geirsson nýr formaður Hafnasambands Íslands

Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, var kjörinn formaður Hafnasambands Íslands á hafnasambandsþingi sem haldið var fyrr í dag. Var þetta fyrsta rafræna hafnasambandsþingið í rúmlega 50 ára sögu hafnasambandsins og var Lúðvík kjörinn með 97,3% greiddra atkvæða. Tekur Lúðvík við af Gísla Gíslasyni sem hefur verið formaður hafnasambandsins frá árinu 2004 en Gísli bauð sig ekki fram að nýju þar sem hann hefur látið af störfum sem hafnarstjóri Faxaflóahafna. Lúðvík hefur víðtæka reyn...
Lesa meira

Dregið úr losun í Akureyrarhöfn

Pétur Ólafsson hafnarstjóri á Akureyri, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa undirritað samning um styrkveitingu af fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar til rafvæðingar hafnarinnar að upphæð 43,8 m.kr. Verkefnið gengur út á að setja upp háspennutengingu fyrir flutningaskip, fiskiskip og minni skemmtiferðaskip við Tangabryggju, en undirbúningur framkvæmda er þegar hafinn. Með raftengingunni dregur úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá skipum í Akureyrarhöfn, sem...
Lesa meira

Sumarstarf við verkefni tengd rekstri og gagnavinnslu á sviði sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við Hafnasamband Íslands auglýsir eftir áhugasömum námsmanni til starfa við verkefni tengd rekstri og gagnavinnslu á sviði sveitarfélaga. Um er að ræða sumarstarf. Helstu verkefni: Safna upplýsingum um rekstur og efnahag hafna sveitarfélaga (hafnasjóða) vegna ársins 2019. Búa til gagnagrunn um fyrirliggjandi gögn um rekstur og efnahag hafnasjóða. Afla gagna um áhrif COVID-19 á rekstur hafnarsjóða og úrvinnsla ásamt skýrslugerð. Undirbúa...
Lesa meira

Úthlutun styrkja til orkuskipta í höfnum

Mynd af vef stjórnarráðsins
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna vítt og breitt um landið. Verkefnið er hluti af fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Alls verður 210 milljónum veitt til styrkja til að stuðla að frekari rafvæðingu hafna og skiptist styrkféð með eftirfarandi hætti. Styrkir eru veittir til þeirra hafna sem settu fram verkefni sem féllu að skilyrðum átaksins. Verkefni sem styrkt verða þurfa að hefjast eigi síðar en 1. september 202...
Lesa meira

Heimilt að draga 0,6% frá ofurkældum afla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla. Með breytingunni verður heimilt að draga 0,6% frá óunnum ofurkældum (íslausum) afla sem veginn er á hafnarvog. Fiskur sem kældur er ofurkælingu fer íslaus í kar en hins vegar safnast saman vökvi úr fiskinum í karið. Fyrir liggur ítarleg úttekt Fiskistofu á svokölluðu dripi í ofurkældum afla, en drip mætti skilgreina sem þann aukaþunga er fiskurinn tekur til sín í formi vö...
Lesa meira