Boðað til 5. hafnasambandsþings

Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til 5. hafnasambandsþings dagana 20. og 21. september 2012.

Sveinn R. Valgeirsson, forstöðumaður Vestmannaeyjahafnar, hefur í samstarfi við starfsmenn hafnasambandsins tekið saman upplýsingar um gistirými í Vestmannaeyjum á þessum tíma. Gistirými er nokkuð af skornum skammti og við hvetjum þá sem hyggjast sækja þingið til að bóka gistingu sem fyrst svo ekki komi til vandræða þegar nær dregur. Eftirtaldir gististaðir eru í boði:

  • Hótel Eyjar, Bárustíg 2, sími 481 3636
  • Hótel Þórshamar, Vestmannabraut 28, sími 481 2900
  • Heimir gistiheimili, Heiðarvegi 1, sími 481 2929
  • Gistiheimilið Árný, Illugagötu 7,  sími 481 2082
  • Gistiheimilið Hreiðrið, Faxastíg 33, sími 481 1045
  • Gistiheimili Kirkjuvegi 28, sími 864 4020
  • Prófasturinn íbúðagisting, Heiðarvegi 3, sími 898 6448
  • RB íbúðagisting, Kirkjuvegi 10a, sími 481 1569
  • Smáhýsi, Ofanleyti, sími 481 1109
  • Eyjabústaðir, Ofanleiti, sími 864 2064
  • Sveitagisting Brekkuhúsi, sími 894 3011
  • Íbúðagisting, Kirkjubæjarbraut 17, sími 698 2159

Einnig bendum við á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar varðandi gistingu sem og ferðamálavef Suðurlands.