Úthlutun úr Orkusjóði

Á fundi stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 19. september sl. var m.a. rætt um styrkveitingar úr Orkusjóði á árinu 2023, en engir styrkir úr sjóðnum fóru til hafna eða hafnarsvæða vegna orkuskipta í höfnum. Stjórn Hafnasambandsins samþykkti af því tilefni eftirfarandi bókun: Fyrir liggur að í seinustu úthlutun Orkusjóðs hafnaði sjóðurinn öllum umsóknum um styrki vegna almennra landtenginga fyrir fiskiskip og uppsetningar á búnaði á hafnarsvæðum til að landtengja farþega...
Lesa meira

Hafnafundur 2023

Ellefti hafnafundur verður haldinn ráðstefnusal Hafrannsóknarstofnunar í Hafnarfirði föstudaginn 20. október 2023. Þátttökugjald er 10.000 krónur (hátíðarkvöldverður innifalinn). Dagskrána má nálgast hér neðar á síðunni. Skráning á fundinn Hleður… Dagskrá fundarins 09:30Skráning þátttakenda10:00Setning 11. hafnafundar   Lúðvík Geirsson, formaður Hafnasambands Íslands10:15Ávarp innviðarráðuneytisins10:30Fjárhagsstaða hafna 2022 Sigurður Á. Snævarr, fv. sviðsstjó...
Lesa meira

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi

Stjórnir Hafnasambands Íslands og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga funduðu í vikunni og fjölluðu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi. Mynd af vef Umhverfisstofnunar Í skýrslunni koma fram margar ábendingar sem sveitarfélög og hafnasjóðir hafa bent á. Telja stjórnirnar mikilvægt að sveitarfélögin, hafnasjóðir og samtök þeirra komu að þeirra vinnu sem framundan er á grundvelli skýrslunnar. Sameiginleg bókun stjórna Hafnasambands Íslands og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. ...
Lesa meira

Virðingarleysi fyrir félögum

Spjaldið ber yfirskriftina „Virðingarleysi fyrir félögum" og í fyrirbyggjandi aðgerðum er lögð áhersla á að fólk beri virðingu fyrir tilfinningum, skoðunum og persónugerð annarra. Sýni nýliðum, ungmennum og starfsfólki af erlendum uppruna sérstaka tillitsemi og uppræti allt baktal, lítillækkun, einelti og hverskonar ofbeldi og áreiti. Bent er á að með því að gera lítið úr öðrum er maður í raun að lítillækka sjálfan sig.  DAGATAL Á ÍSLENSKU OG ENSKU Vakin er sérstök athygli á því að n...
Lesa meira

Farþegaskip skila verulegum tekjum í þjóðarbúið

Farþegaskip á Seyðisfirði. Ljósm.: IH Stjórn Hafnasambands Íslands tekur undir þau atriði sem fram koma í fréttatilkynningu Cruise Iceland frá 14. desember sl. vegna gagnrýni fráfarandi ferðamálastjóra á komur farþegaskipa til landsins. Jafnframt vekur stjórnin athygli á því að þessar skipakomur skila verulegum tekjum í þjóðarbúið. Þær tekjur dreifast vítt og breytt um landið og þjónusta við farþegaskip og farþega þeirra hefur jafnframt skapað umtalsverð umsvif í ferðaþjónustu á öllum landss...
Lesa meira

Lítið sjálfstraust

„Ekki segja honum en ég held að það sé alls ekki rétt að gera þetta svona." Þessi setning er lýsandi fyrir skort á sjálfstrausti. Að þora ekki að leiðrétta, segja skoðun sína og benda á betri leiðir getur leitt til alvarlegri afleiðinga en ella. Í veggspjaldi númer 11 í röð 12 hnúta er tekið einmitt á þessari hættu að fólk þori ekki að leggja fram ábendingar um eitthvað sem betur má fara. Að viðkomandi skorti sjálfstraust til þess. Á veggspjaldinu er nú sem fyrr bent á fyrirbyggjandi aðgerði...
Lesa meira

Gjaldskrármál erlendra hafna

Gísli Gíslason, fyrrverandi formaður Hafnasambands Íslands og hafnarstjóri Faxaflóahafna, hefur afhent Hafnasambandinu skýrslu um gjaldskrármál erlendra hafna. Skýrslan er unnin að frumkvæði Hafnasambands Íslands. Gísli gerði grein fyrir skýrslunni á hafnasambandsþingi sem haldið var í Snæfellsbæ í lok október. Í máli hans þar kom m.a. fram að þær samantektir sem hann hefur unnið og birtast hér eru hvorki tæmandi né um verkefni né rekstur hafna. Gagnvart gjaldtöku virðast íslenskar hafni...
Lesa meira

Slæmar hefðir

Í veggspjaldi númer 10 í röð 12 hnúta er tekið á þeirri hættu sem fylgt getur slæmum og úreldum hefðum. Á veggspjaldinu er nú sem fyrr bent á fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir þær hættur sem af þessu geta stafað. Mikilvægt er að fólk líti ekki á það sem sjálfgefið að tiltekin venja sé besta og öruggasta leiðin. Það er jafnframt mikilvægt að vera óhrædd/ur við að gagnrýna og endurskoða hefðir.  Hægt er að prenta spjöldin út, nota þau sem skjámyndir, birta þau á sa...
Lesa meira

Þreyta

Það er oft um seinan sem fólk gerir sér grein fyrir þeirri hættu sem stafað getur af syfju og þreytu. Með þessu spjaldi er bent á fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar þess. Árlega verða mjög alvarleg slys á Íslandi sem rakin eru til þessa og ótal mörg tilfelli þar sem stýrimaður hefur sofnað við stýrið. Þetta er einmitt umfjöll níunda veggspjaldsins í röðinni 12 hnútar. Á spjaldinu er lögð áhersla á að fólk þekki einkenni þreytu hjá sér og öðrum. Að gerða...
Lesa meira

Skortur á samvinnu – 12 hnútar

Skortur á samvinnu getur leytt til slysa á sjó. Til að fyrirbyggja slíkt er mikilvægt að halda reglulega öryggisfundi og æfingar. Það þarf að ræða nákvæmlega hvað hver eigi að gera þegar óhapp verður og hvernig. Mikilvægt er að leita álits samstarfsfólks og að hugsa upphátt í aðgerðum. Skapaðu liðsheild varðandi samskipti, samstarf og öryggi - það gæti bjargað lífi!
Lesa meira