Íþyngjandi kröfur

Vitanlega heyrir það til undantekninga að t.d. fjárhagsleg verðmæti séu sett ofar öryggi áhafnar en ef það finnst ein slík undantekning þá er það einni of mikið. Ef svo ólíklega vill til að gerðar séu íþyngjandi kröfur sem stefnt geta áhöfn í hættu hvetjum við menn til að sýna staðfestu og setja ætíð öryggi báts og áhafnar í forgang. Skoðið sérstaklega þær fyrirbyggjandi aðgerðir sem tilgreindar eru hægra megin á spjaldinu. Hægt er að prenta spjöldin út, nota þau sem skjámyndir, birta þau...
Lesa meira

Hafnasambandsþing 2022

Í samræmi við 5. gr. laga Hafnasambands Íslands boðar stjórn hafnasambandsins til 43. hafnasambandsþings sem haldið verður í Ólafsvík, Snæfellsbæ, dagana 27. og 28. október 2022. Samkvæmt 4. gr. laga hafnasambandsins velja aðildarhafnir fulltrúa á hafnasambandsþing og skal fulltrúafjöldi miðast við árstekjur skv. ársreikningi hafnasjóðs næstliðins árs að undanskildum óreglulegum tekjum. Upplýsingar um fjölda fulltrúa hvers hafnasjóðs verða sendar út um leið og aðildarhafnir hafa sent ársreik...
Lesa meira

Vöntun á búnaði

Athuga skal reglulega ástand öryggisbúnaðar og hvort nóg sé af honum fyrir alla um borð. Betra er að hafa of mikið af honum en of lítið. Einnig er mikilvægt að um borð í bátnum eða skipinu séu verkfæri og varahlutir sem hægt er að grípa til ef eitthvað bilar. Einnig er mikilvægt að menn kynni sér nýjungar í öryggisbúnaði og tileinki sér þær. Okkur langar að hvetja hafnir landsins til að deifa hlekknum á spjöldin (sjá hér fyrir neðan) til allra sem haft geta gagn af. Einnig er hægt að pre...
Lesa meira

Ofmat á eigin hæfni

  Áfram höldum við útgáfu rafrænna vggspjaldanna í röðinni 12 hnútar. Nú er komið að apríl spjaldinu, því fjórða í röðinni. Að þessu sinni er fjallað um þá hættu sem getur stafað af ofmati á eigin hæfni. Sjálfsöryggi og stefnufesta er vissulega góð en hún verður að grundvallast af opnun huga og hæfninni til að uppfæra og bæta við vitneskjuna sem fyrir er. Að maður sé ætíð tilbúinn að leita nýrra og betri hugmynda og hlusta eftir þeim. Líkt og komið er inn á í spjaldi nr. 3 þá er svokallaður „bes...
Lesa meira

Kæru- og agaleysi á sjó

Síðustu fimm ár hefur ekki orðið banaslys á sjó og slysum hefur fækkað. Öflug fræðsla, aukin öryggismenning og þátttaka atvinnugreinarinnar hefur þar mikil áhrif. Enn verða þó slys og óhöpp þar sem litlu má muna að alvarlegar afleiðingar hljótist af. Veggspjöldin 12 hnútar miða að því að fækka þeim. Samgöngustofa í samstarfi við Hafnasamband Íslands og fleiri aðila gefur mánaðarlega út veggspjald þar sem hvatt er til aðgátar á sjó. Í febrúar er athyglinni beint að kæru- og agaleysi.
Lesa meira

Átak gegn slysum á sjó

Sam­göngu­stofa, í sam­starfi við Hafnasamband Íslands, Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg og fjölda aðila í sjáv­ar­út­vegi, vinn­ur að út­gáfu tólf ra­f­rænna vegg­spjalda sem hlotið hafa nafnið „12 hnút­ar“. Fyrsta spjaldið var gefið út 19. janúar sl. og síðan verða gefin út eitt í hverj­um mánuði þar eft­ir fram að lok­um árs. „Til­gang­ur þessa verk­efn­is er að fjalla um og und­ir­strika ýmsa þá mann­legu þætti sem oft leiða til slysa á sjó. Stór­lega hef­ur dregið úr al­var­leg­um slys...
Lesa meira

Nýframkvæmdir fyrir ríflega 68 ma. kr. til ársins 2031

Stefnt er að nýframkvæmdum við hafnarmannvirki hérlendis upp á ríflega 68 ma.kr. fram til ársins 2031. Langstærsti hluti þessara áætluðu framkvæmda er vegna nýrra viðlegukanta eða um 27 ma.kr., um 16,6 ma.kr. eru áætlaðir í fjárfestingar á viðbótar raftengibúnaði vegna orkuskipta og um 10 ma.kr. í landfyllingar fyrir ný hafnarsvæði. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu um framkvæmda- og viðhaldsþörf hjá íslenskum höfnum á komandi árum, sem Sesselía Dan Róbertsdóttir hagfræðingur vann...
Lesa meira

Undanfarandi markaðskönnun vegna fyrirhugaðs útboðs á orkuskiptum dráttarbáts

Á næstu vikum munu Ríkiskaup, í samvinnu við Ísafjarðarhöfn og Bláma, ráðast í undanfarandi markaðskönnun (e. RFI) á Evrópska efnahagssvæðinu, til að kanna fýsileika þess að kaupa orkuskiptan dráttarbát fyrir Ísafjarðarhöfn. Markaðskönnun þessi byggist á heimild í 45. gr. laga um opinber Innkaup nr. 120/2016 og markmið hennar er að undirbúa innkaup og upplýsa fyrirtæki um áformuð innkaup og kröfur varðandi þau, afla upplýsinga um markaðinn og fá ráðgjöf t.a.m. um fýsileika orkuskiptra dr...
Lesa meira

Reglugerð sett um safnskip sem rekin eru í menningarlegum tilgangi

Ný reglugerð um safnskip, sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undirritaði, hefur tekið gildi. Með reglugerðinni eru settar sérreglur um skip, sem eru 50 ára og eldri og rekin í menningarlegum tilgangi. Dæmi um slík safnskip er varðskipið Óðinn sem liggur við bryggju við Grandagarð og er hluti af Sjóminjasafninu í Reykjavík. Reglugerðin var sett með vísan í skipalög (nr. 66/2001) sem heimilar ráðherra að undanþiggja safnskip frá tilteknum kröfum laga og reglna me...
Lesa meira