Hafnasambandsþing 2022

Tekið af vefnum Guide To Iceland

Hafnasambandsþing verður haldið í Félagsheimilinu Klifi Ólafsvík, Snæfellsbæ, dagana 27.-28. október 2022. Þátttökugjald á þinginu er 25.000 krónur.

Fundargögn

Ályktanir fundarins

Ályktun um veiðarfæraúrgang

Hafnasambandsþing haldið í Ólafsvík dagana 27. og 28. október 2022 fagnar auknum áhuga SFS á söfnun og endurvinnslu veiðarfæraúrgangs en SFS ber ábyrgð á öllum veiðarfæraúrgangi óháð uppruna hans. Hafnasambandið hvetur hafnir sem og sveitarfélög til að leita beint til SFS ef upp koma vandamál tengd veiðarfæraúrgangi.

Samþykkt samhljóða

Ályktun um flokkun úrgangs í skipum

Hafnasambandsþing haldið í Ólafsvík dagana 27. og 28. október 2022 leggur til að stjórn Hafnasambandsins verði falið að hefja viðræður við Umhverfisstofnun og SFS um samræmda flokkun úrgangs í skipum með hliðsjón að nýjum lögum um meðhöndlun úrgangs sem og öðrum lögum og reglum er gilda um úrgang í skipum. Í framhaldinu er mikilvægt að leiðbeina sveitarfélögum um hvernig hægt er að innleiða samræmda flokkun í höfnun í sérstaka samþykkt sveitarstjórna um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða

Ályktun um stuðning við orkuskipti í höfnum

Hafnasambandsþing haldið í Ólafsvík dagana 27. og 28. október 2022 brýnir fyrir stjórnvöldum að tryggja raunverulegan stuðning til fjárfestinga og framkvæmda til orkuskipta í höfnum og koma af fullum krafti og alvöru í þessi mikilvægu verkefni. Einnig þurfi að tryggja að viðskiptamódel og lagaumhverfi sé þannig upp sett að orkufyrirtæki sjái sér hag í að selja orku beint til notenda í höfnum en ekki að hafnir séu þvingaðar til að vera milliliður í þeim viðskiptum.

Ályktun um skipaafdrep (neyðarhöfn)

Hafnasambandsþing haldið í Ólafsvík dagana 27. og 28. október 2022 skorar á ríkisvaldið að fyrst og fremst sé skilgreint betur lagalega hverjar séu skyldur og ábyrgðir skipaafdrepa og neyðarhafna og að tryggt sé að þær hafnir geti staðið undir nauðsynlegum búnaði og viðhaldi. Einnig þarf að tryggja að kostnaður vegna neyðartilvika lendi ekki á höfnum sem er ekki í aðstöðu til að lágmarka tjón sitt vegna neyðartilvika enda geta komið upp atvik þar sem ónýt skip sitja föst við bryggju í mánuði og ár.

Ályktun um öryggi og aðgengi að höfnum

Hafnasambandsþing haldið í Ólafsvík dagana 27. og 28. október 2022 hvetur hafnastjórnir til að huga vel að öryggi og aðgengi að höfnum en reynslan sýnir að aldrei er of varlega farið og fara þarf reglulega yfir öll öryggis og aðgengismál. Hvatt er til þess að hafnir deili á milli sín góðri reynslu um hvernig hægt er að tryggja öryggi allra á hafnarsvæðinu en á sama tíma tryggja vöxt mismunandi atvinnugreina og öruggt aðgengi almennings þar sem við á.

Ályktun um framlög til nýframkvæmda og endurbóta

Hafnasambandsþing haldið í Ólafsvík dagana 27. og 28. október 2022 leggur ríka áherslu á að í nýrri samgönguáætlun Alþingis verði stóraukið framkvæmdafé til nýframkvæmda, endurbóta hafnarmannvirkja og orkuskipta.

Ályktun um aflagjöld á eldisfist og eldisseiði

Hafnasambandsþing haldið í Ólafsvík dagana 27. og 28. október 2022 skorar á Alþingi að gera hið fyrsta breytingar á hafnalögum sem tryggja að aflagjald sé lagt á eldisfisk og eldisseiði miðað við heildarverðmæti.

Ályktun um farþegagjald

Hafnasambandsþing haldið í Ólafsvík dagana 27. og 28. október 2022 skorar á ráðherra innviðarmála að skerpa á ákvæðum hafnarlaga um farþegagjald. Eðlilegt er að tekið sé gjald af ferðaþjónustu til að standa undir rekstri og fjárfestingum í höfnum. Skýra þarf sérstaklega að sú aðstaða sem þegar er fyrir hendi og nýtt er af hafnsækinni ferðaþjónustu, falli undir ákvæði laganna og reglugerða.

Ályktun um áherslur við endurskoðun hafnalaga

Hafnasambandsþing haldið í Ólafsvík dagana 27. og 28. október 2022 ítrekar fyrri áherslur sínar varðandi nauðsynlegar breytingar á hafnalögum sem kynntar hafa verið fyrir ráðuneyti og í umsögnum við þau frumvörp sem lögð hafa verið fram á síðustu árum en ekki hlotið afgreiðslu Alþingis.

Ályktun um ytri mörk hafnarsvæða

Hafnasambandsþing haldið í Ólafsvík dagana 27. og 28. október 2022 mótmælir harðlega þeim hugmyndum sem fram hafa komið í tillögu að breytingu á hafnalögum varðandi þrengingu á mörkum ytri hafnarsvæða. Með slíkum breytingum er ákvörðunarréttur hafna verulega skertur auk þess sem hafnir vítt og breytt um landið munu verða fyrir tug milljóna tekjutapi vegna farþegaskipa sem hafa í stórum mæli nýtt sér aðstöðu á ytri hafnarsvæðum. Brýnt er að hafnaryfirvöld hafi ríkt ákvörðunarvald varðandi mörk hafnarsvæða m.a. til að tryggja þar siglingaöryggi og siglingarrými allra skipa og hafi einnig skýra aðkomu að öllu skipulagi vegna umferðar og starfsemi á þessum svæðum.

Dagskrá – fimmtudagur 27. október

10:00Skráning þátttakenda
10:30Setningarávarp
Lúðvík Geirsson, formaður stjórnar Hafnasambands Íslands
Kosning þingforseta, ritara og nefnda
Ávarp frá innviðaráðuneytinu
Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri
Skýrsla stjórnar
Lúðvík Geirsson, formaður stjórnar Hafnasambands Íslands
Ársreikningar 2020 og 2021, tillögur um árgjöld og fjárhagsáætlanir
Hanna Björg Konráðsdóttir
Úttekt og greining á fjárhagsstöðu íslenskra hafna 2021
Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga
Úttekt á gjaldskrármálum
Gísli Gíslason, fv. hafnarstjóri Faxaflóahafna
Umræður og fyrirspurnir
12:00H Á D E G I S H L É
13:00Staða fiskeldis – áskoranir hafna og sveitarfélaga
Guðrún Anna Finnbogadóttir sjávarútvegsfræðingur
Framkvæmdaskýrslan – nýframkvæmdir og endurbætur 2021-2031
Sesselía Dan Róbertsdóttir hagfræðingur
Samgönguáætlun
Fannar Gíslason, forstöðumaður hjá Vegagerðinni
Sjávarútvegur í Snæfellsbæ
Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi Deloitte
Umræður og fyrirspurnir
14:00Nefndastörf
15:15Skoðunarferð um hafnir Snæfellsbæjar
20:00Hátíðarkvöldverður

Dagskrá – föstudagur 28. október

09:00Nefndastörf – framhald
10:00Sophirðumálin úrvinnslusjóður – lausnir og leiðir fyrir hafnir
Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm lögfræðingur
Sjávarútvegsskóli unga fólksins – verkefni með HAtengill á RUV
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
Umræður og fyrirspurnir
11:15Nefndaálit lögð fram – umræður og afgreiðsla
Kosning stjórnar og varastjórnar Hafnasambands Íslands til tveggja ára og kosning skoðunarmanna og varamanna til tveggja ára
Ákvörðun um hafnasambandsþing 2024 og hafnafund 2023
– Hafnasambandsþing 2024 verður á Akureyri
– Hafnafundur 2023 verður í Hafnarfirði
12:00Þingslit
Formaður stjórnar Hafnasambands Íslands