Fundir og ráðstefnur

Hafnasambandsþing

Frá smábátahöfninni á Akureyri

Í 5. grein laga Hafnasambands sveitarfélaga segir m.a.:

Hafnasambandsþing hefur æðsta vald í málefnum Hafnasambands sveitarfélaga. Hafnasambandsþing skal haldið í september- eða októbermánuði annað hvert ár.
Á hafnasambandsþingi starfa starfsnefndir skv. ákvörðun þingsins, þ.á m. kjörnefnd
.“

Hafnafundir

Í 5. grein laga Hafnasambands sveitarfélaga er fjallað um hafnaþing sem haldið skal annað hvert ár. Auk þess er í 5. greininni ákvæði um aukafundi en um þá segir:

Þau ár sem ekki er haldið hafnasambandsþing skal halda hafnafund. Hafnafundur er ætlaður sem almennur kynningar- og fræðslufundur fyrir starfsmenn og stjórnendur hafna um tiltekin málefni sem stjórnin ákveður. Hafnafundur er öllum opinn og tekur ekki ákvarðanir í málefnum Hafnasambands sveitarfélaga en getur beint ályktunum til stjórnar hafnasambandsins.