Lítið sjálfstraust

„Ekki segja honum en ég held að það sé alls ekki rétt að gera þetta svona.“ Þessi setning er lýsandi fyrir skort á sjálfstrausti. Að þora ekki að leiðrétta, segja skoðun sína og benda á betri leiðir getur leitt til alvarlegri afleiðinga en ella.

Í veggspjaldi númer 11 í röð 12 hnúta er tekið einmitt á þessari hættu að fólk þori ekki að leggja fram ábendingar um eitthvað sem betur má fara. Að viðkomandi skorti sjálfstraust til þess. Á veggspjaldinu er nú sem fyrr bent á fyrirbyggjandi aðgerðir. Þar er m.a. undirstrikað mikilvægi þess að vera óhræddur við að leiðrétta eða benda á mögulega betri leiðir og að haft sé sjálfstraust til að sýna frumkvæði í öryggismálum.

Hægt er að prenta spjöldin út, nota þau sem skjámyndir, birta þau á samfélagsmiðlum ykkar eða nýta á annan þann hátt sem þið teljið bestan. Okkur langar að hvetja ykkur til að deifa hlekknum á spjöldin (sjá hér fyrir neðan) til allra sem haft geta gagn af.

  *   Íslenska spjaldið nr. 11 má nálgast hér neðst á síðunni

  *   Enska spjaldið má nálgast hér neðst á síðunni

12 hnútar eru unnið með helstu sérfræðingum í öryggismálum sjómanna, sem eru skólastjóri, kennarar og leiðbeinendur Slysavarnaskóla sjómanna. Við viljum þakka sérstaklega fyrir stuðningur ykkur við þetta verkefni en dreifing og kynning á þessu er mjög mikilvæg og getur leitt til mun betri öryggismenningar á sjó.