Lúðvík Geirsson nýr formaður Hafnasambands Íslands

Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, var kjörinn formaður Hafnasambands Íslands á hafnasambandsþingi sem haldið var fyrr í dag. Var þetta fyrsta rafræna hafnasambandsþingið í rúmlega 50 ára sögu hafnasambandsins og var Lúðvík kjörinn með 97,3% greiddra atkvæða. Tekur Lúðvík við af Gísla Gíslasyni sem hefur verið formaður hafnasambandsins frá árinu 2004 en Gísli bauð sig ekki fram að nýju þar sem hann hefur látið af störfum sem hafnarstjóri Faxaflóahafna. Lúðvík hefur víðtæka reyn...
Lesa meira

Tillaga að ályktun um skipulags- og umhverfismál

38. hafnasambandsþing haldið í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september 2012 beinir því til stjórnar hafnarsambandsins að taka upp viðræður við yfirvöld umhverfis- og skipulagsmála um að við setningu laga og reglna verði tekið mið af nauðsyn þess að minniháttar framkvæmdir og skipulagsbreytingar lúti ekki ósveigjanlegum og tímafrekum verkferlum. (meira…)
Lesa meira

Tillaga um mótun langtímastefnu fyrir hafnir landsins

38. hafnasambandsþing haldið í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september 2012 beinir því til stjórnar hafnarsambandsins að skipaður verði starfshópur, með aðkomu hagsmunaaðila, sem vinni að sýn og langtímstefnu fyrir íslenskar hafnir. Jafnframt er kallað eftir langtímaáætlun á vegum ráðuneytisins til 50 ára um samgöngumál á Íslandi. (meira…)
Lesa meira

Boðað til 5. hafnasambandsþings

Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til 5. hafnasambandsþings dagana 20. og 21. september 2012. Sveinn R. Valgeirsson, forstöðumaður Vestmannaeyjahafnar, hefur í samstarfi við starfsmenn hafnasambandsins tekið saman upplýsingar um gistirými í Vestmannaeyjum á þessum tíma. Gistirými er nokkuð af skornum skammti og við hvetjum þá sem hyggjast sækja þingið til að bóka gistingu sem fyrst svo ekki komi til vandræða þegar nær dregur. Eftirtaldir gististaðir eru í boði: (meira…)
Lesa meira