Hvað er svona merkilegt við það?

Ráðstefna um konur og siglingar á alþjóðasiglingadeginum 26. september 2019

Alþjóðasiglingadagurinn er í ár helgaður konum. Af því tilefni standa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Siglingaráð fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 26. september undir yfirskriftinni Hvað er svona merkilegt við það?

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur ráðstefnuna, en meðal fyrirlesara má nefna Joanna Nonan, aðmírál í bandarísku strandgæslunni og strandveiðikonuna Halldóru Kristínu Unnarsdóttur en hún rær frá Snæfellsnesi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, slítur ráðstefnunni.

Ráðstefnan verður haldin í Kaldalóni í Hörpu og er opin öllum. Dagskrá ráðstefnunnar í heild má finna á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins eða hér á Dagskrá ráðstefnunnar á pdf-formi

Skráning fer fram á vef Stjórnarráðsins.