Sumarstarf við verkefni tengd rekstri og gagnavinnslu á sviði sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við Hafnasamband Íslands auglýsir eftir áhugasömum námsmanni til starfa við verkefni tengd rekstri og gagnavinnslu á sviði sveitarfélaga. Um er að ræða sumarstarf.

Helstu verkefni:

  • Safna upplýsingum um rekstur og efnahag hafna sveitarfélaga (hafnasjóða) vegna ársins 2019.
  • Búa til gagnagrunn um fyrirliggjandi gögn um rekstur og efnahag hafnasjóða.
  • Afla gagna um áhrif COVID-19 á rekstur hafnarsjóða og úrvinnsla ásamt skýrslugerð.
  • Undirbúa skýrslu til Hafnasambands Íslands um fjárhagsstöðu hafna.

Hæfniskröfur:

  • Hafa lokið BS-prófi í hagfræði /verkfræði/ viðskiptafræði og stefna á meistaranám í haust eða vera nú þegar í meistaranámi.
  • Góð þekking á gagnagrunnum (s.s. Access), excel og almennt gott tölvulæsi.
  • Mikið frumkvæði og metnað til að ná árangri.
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
  • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og skipulagshæfileikar.
  • Gott vald á íslenskri tungu og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar.

Föst starfsaðstaða getur verið utan höfuðborgarsvæðisins, að þeirri forsendu uppfylltri að mögulegt verði að tryggja fullnægjandi starfsaðstöðu nærri heimili umsækjanda en einnig á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs, netfang: sigurdur.snaevarr@samband.is, eða Valur Rafn Halldórsson, sviðsstjóri og starfsmannastjóri, netfang: valur.rafn.halldorsson@samband.is, í síma 515-4900.

Umsóknir, merktar Umsókn um sumarstarf, berist eigi síðar en 2. júní 2020 á netfangið samband@samband.is. Með umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem færð eru rök fyrir hæfni viðkomandi til starfsins. Auk þess verður að fylgja með staðfesting frá skóla á námsgráðu og skólavist á vor- og haustönn 2020. Starfið hentar öllum kynjum.

Starfið sem hér um ræðir er hluti af atvinnuátaki ríkisins og unnið í samvinnu sambandsins og Vinnumálastofnunar og er það bundið eftirfarandi skilyrðum:

  • Ráðningarsambandið varir að hámarki í tvo mánuði og skal eiga sér stað á tímabilinu 1. júní til og með 31. ágúst næstkomandi. Starfstímabilið innan þessa ramma er umsemjanlegt. Starfshlutfallið er 100% á ráðningartíma.
  • Umsækjendur verða að uppfylla þau skilyrði að hafa stundað nám á vorönn 2020 og séu skráðir í nám haustið 2020. Skila þarf staðfestingu frá skóla um slíkt með umsókn.