Kæru- og agaleysi á sjó

Síðustu fimm ár hefur ekki orðið banaslys á sjó og slysum hefur fækkað. Öflug fræðsla, aukin öryggismenning og þátttaka atvinnugreinarinnar hefur þar mikil áhrif. Enn verða þó slys og óhöpp þar sem litlu má muna að alvarlegar afleiðingar hljótist af. Veggspjöldin 12 hnútar miða að því að fækka þeim.

Samgöngustofa í samstarfi við Hafnasamband Íslands og fleiri aðila gefur mánaðarlega út veggspjald þar sem hvatt er til aðgátar á sjó.

Í febrúar er athyglinni beint að kæru- og agaleysi.