Heiti hafnar: Grundarfjarðarhöfn
Heimilisfang: Grundarfjarðarhöfn v/Nesveg, 350 Grundarfjörður
Sími: 438 6705 og 863 1033
Netfang: hofn@grundarfjordur.is
Vefsíða: www.grundarfjordur.is – www.grundport.is
Helstu starfsmenn:
Hafsteinn Garðarsson, hafnarvörður
Rekstraraðili hafnar: Hafnarsjóður Grundarfjarðar
Heimilisfang: Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður
Sími: 438 6705
Yfirmaður hafnarinnar:
Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri, s: 863-1033
Aðrar upplýsingar:
Grundarfjarðarhöfn er góð höfn frá náttúrunnar hendi, þar er innsigling mjög greið og aðkoma skipa inn í höfnina eins og best gerist. Þar hefur verið unnið markvisst að hafnabótum, m.a. aukningu viðlegurýmis undangengin ár. Við Norðurgarð er ný 130 metra viðlega með 10 metra dýpi, því næst 100 metra viðlega með 8 metra dýpi á stórstraumsfjöru og vinnurými er á 8000 fermetra athafnasvæði sem býður upp á mikla möguleika þar ofar er 125 metra viðlega með 6,5 metra dýpi og 30 metrar með 4 metra dýpi.
Alls er í Grundarfjarðarhöfn 600 metra viðlega. Á Norðurgarði er staðsett ísverksmiðja SNÆÍS við kantinn þar sem hægt er að fá ís blásið um borð í skip. Einnig Frystigeymsla Snæfrost , og Löndunarþjónustuhús Djúpakletts ásamt Fiskmarkaði Íslands . Hægt er að landrafmagnstengja skip í öllum viðleguplássum. Árið 2006 var tekin í notkunn ný 85 m löng bryggja Miðgarður með 2 sinnum 80 metra viðlegu með 6 metra dýpi . Á Miðgarði eru staðsettir 2 löndunarkranar. Við suðurgarð er 40 metra kantur með 5 metra dýpi, þar er einnig tvær 60 metra flotbryggjur fyrir smábáta.
Hafnsögu- og dráttarbátar:
Ekki er lóðsskylda , en er í boði ef þess er óskað og vinnurás hafnarinnar er vhf 12.
Hafnsögustaður:
65*02 N 23*27 W