Málþing með notendum Faxaflóahafna

Miðvikudaginn 2. nóvember nk. efna Faxaflóahafnir til málþings með notendum sínum þar sem þeim gefst færi á að kynna sér það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum og fræðast um starfsemina á hafnarsvæðum fyrirtækisins. Málþingið hefst kl. 16.00.

Dagskrá málþingsins verður sem hér segir:

  • Ávarp: Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna sf.
  • Rekstur og framkvæmdir á vegum Faxaflóahafna sf árið 2012: Gísli Gíslason hafnarstjóri
  • Starfsemi HB Granda hef í Reykjavík og á Akranesi – staða og horfur í sjávarútvegi: Eggert Guðmundsson forstjóri HB Granda hf.
  • Starfsemi Líflands í Reykjavík og á Grundartanga: Bergþóra Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Líflands
  • Hátíð hafsins, þróun umferðar skemmtiferðaskipa, aðstaða fyrir löndun á frystum fiski í Sundahöfn: Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna sf.
  • Umræður og fyrirspurnir

Fundurinn er öllum opinn, en þeir sem eru með starfsmi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til að koma með fyrirspurnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskiptavini.