Bátur sökk í Kópavogshöfn

Kópavogshöfn
Frá Kópavogshöfn

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um klukkan fjögur aðfararnótt sunnudagsins 15. janúar út af bát sem hafði sokkið í höfninni í Kópavogi. Slökkviliðið dældi vatni upp úr bátnum og var að næstu þrjá tímana, eða þar til félagar í Hjálparsveit skáta í Kópavogi voru fengnir til þess að aðstoða lögregluna þar á bæ.

Ekki er vitað hversvegna báturinn sökk.