Góð veiði víða um land

Mynd: visir.is

Ágæt veiði er hjá dragnótabátum við Snæfellsnes en veiðin er dræm hjá þeim dragnótarbátum sem róa frá Sandgerði.

Rifsari SH var með 56 tonn í 7 róðrum á meðan að Örn KE var með 20 tonn í 7 róðrum.   Siggi Bjarna GK var einungis með 19 tonn í 7 róðrum á meðan að Esjar SH, sem er mun minni bátur, var með 30 tonn í 7 róðrum.  Afli Steinunnar SH og Rifsara SH er kominn yfir 100 tonn hjá hvorum bát  og er Rifsari SH aflahæstur.  

Eini dragnótabáturinn sem rær frá Norðurlandi,  Harpa HU sem rær frá Hvammstanga, var með 17 tonn í aðeins 4 róðrum, samkvæmt frétt á vefnum Aflafréttir.

Af www.mbl.is (30.01.2012)