Magni kallaður til aðstoðar

Dráttarbáturinn Magni var kallaður út í lok janúar 2012 eftir að tilkynning barst um að gamla varðskipið Þór væri lausbundið við bryggju í Gufunesi.

Faxaflóahafnir gera út Magna og þar fengust þær upplýsingar að landfestar hefðu slitnað við annan enda skipsins en haldist á hinum endanum. Þór hefði því ekki rekið frá höfninni.

Var auðheyrt á starfsmanni Faxaflóahafna að nóg þætti komið af útköllum vegna gamla Þórs en honum taldist til að þetta væri í þriðja sinn sem bryggjufestar gamla varðskipsins gæfu sig.

Af www.mbl.is (28.01.2012)