Á vef Faxaflóahafna, www.faxafloahafnir.is, birtist þann 30. mars frétt um að samið hafi verið um 2. áfanga Skarfabakka. Í gærkvöldi fjallaði fréttastofa Stöðvar 2 um stækkunina og var m.a. rætt við Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna, um stækkunina en í 2. áfanga verður Skarfabakki lengdur um 200 metra.
Hér að neðan má sjá fréttina af vef Faxaflóahafna og þar á eftir er tengill á frétt Stöðvar 2.
Föstudaginn 30. mars gerðu Faxaflóahafnir sf. og ÍAV hf. verksamning vegna verksins Skarfabakki 2. áfangi.
Framkvæmdir hófust um miðjan mars. Verktaki hefur gert bráðabirgðaveg sem verður notaður á meðan framkvæmdir standa yfir.
Unnið er við að fjarlægja gamla garðinn – Ábótann – og grjótvörn.
Efni úr Ábótanum er lagerað á Klettasvæðinu og stærsti hluti grjótvarnar er flutt á svæðið utan Klepps.
Áætlað er að hefja vinnu við dýpkun og gröft efnisskiptaskurðar um miðjan apríl.
Áætluð verklok eru 1. nóvember 2013.