Óvænt vertíðarstemmning ríkti á Djúpavogi á fimmtudag og komu um það bil 40 strandveiðibátar þangað til hafnar að loknum veiðidegi á miðvikudag.
Bátarnir eru víða að, en þeir velja sér Djúpavog til löndunar þessa dagana,því það er næsta höfn við miðin á svonefndum Hvítingum. Þar er mjög góð veiði og ná flestir eða allir bátar leyfilegum dagskammti þar, en skammturinn er um 750 kíló.
Ýmiskonar þjónusta blómstar í bænum í tengslum við þennan flota og er bæjarbragur allur líflegri en vant er, að sögn heimamanna.