Gísli Gíslason, formaður stjórnar Hafnasambands Íslands, kom færandi hendi á skrifstofur Sambands íslenskra sveitarfélaga skömmu fyrir hádegi í dag. Hann hafði meðferðis mynd frá Eyrarbakkahöfn eftir Bjarna Þór Bjarnason listmálara á Akranesi. Tilefni heimsóknarinnar var afmæli Magnúsar Karels Hannessonar, starfsmanns hafnasambandsins, en hann fagnaði 60 ára afmæli sínu þann 10. apríl sl.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Gísla afhenda Magnúsi gjöfina.