Hafnarvörður í 63 ár

Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk hefur hætt störfum sem hafnarvörður Brjánslækjarhafnar en þar starfaði hann frá árinu 1949 eða í 63 ár. „Ragnar hefur nú lokið störfum sem hafnarvörður og þakkar bæjarstjórn og hafnarstjórn Vesturbyggðar honum góð og farsæl störf í þágu hafna Vesturbyggðar,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

Samsæti Ragnari til heiðurs var haldið fyrir helgi og þakkaði hann fyrir sig með vísu:

Gerðu að mér góðan róm,
grín er síst til baga.
Út svo gekk með ágæt blóm
og yfirfullan maga.

 

Af vefnum www.bb.is