38. hafnasambandsþing haldið í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september 2012 beinir því til stjórnar hafnarsambandsins að taka upp viðræður við yfirvöld umhverfis- og skipulagsmála um að við setningu laga og reglna verði tekið mið af nauðsyn þess að minniháttar framkvæmdir og skipulagsbreytingar lúti ekki ósveigjanlegum og tímafrekum verkferlum.
Jafnframt er því beint til yfirvalda umhverfis- og skipulagsmála að gæta hófs í kröfum á þessu sviði og að sinna leiðbeiningarskyldu.