Stjórn Hafnasambands Íslands vekur athygli fjárlaganefndar Alþingis á mikilvægi þess að framlag ríkisins til hafnaframkvæmda í fjárlögum ársins 2013 endurspegli þörf hafnanna á nauðsynlegum endurbótum hafnarmannvirkja og nýframkvæmdum. Stjórnin lýsir yfir óánægju sinni með rýrar tillögur í þessum efnum og skorar á fjárlaganefnd að hækka framlag ríkisins til þessara verkefna.