Reglugerð um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda.  Markmið reglugerðarinnar er að draga úr tjóni eða koma í veg fyrir tjón vegna bráðamengunar eftir því sem kostur er.

Einnig er markmiðið að samræma þær aðgerðir sem beita þarf þegar haf og strendur mengast skyndilega af olíu eða öðrum mengandi efnum eða þegar slíkt er yfirvofandi. Markmið reglugerðarinnar er einnig að skilgreina ábyrgð og verksvið þeirra sem eiga að bregðast við bráðamengun hafs og stranda, í samræmi við IV. kafla laga um varnir gegn mengun hafs og stranda.

Reglugerðin skiptist í 8 kafla:

  • Almenn ákvæði
  • Mengunarvarnarbúnaður og notkun hans
  • Viðbragðsáætlanir
  • Framkvæmd og stjórn aðgerða á vettvangi í kjölfar bráðamengunar innan hafnarsvæða
  • Framkvæmd og stjórn aðgerða á vettvangi í kjölfar bráðamengunar utan hafnarsvæða
  • Samvinna stofnana
  • Eftirlit
  • Ýmis ákvæði

Þá er í reglugerðinni er kveðið á um skipan mengunarvarnarráð hafna þar sem Hafnasamband Íslands mun eiga þrjá fulltrúa.

Reglugerð um bráðamengun hafs og stranda.