Samningur við Íslenska sjávarklasann um langtímastefnu fyrir hafnir landsins

Frá Stykkishólmshöfn
Frá Stykkishólmshöfn

Í dag undirritaði formaður Hafnasambands Íslands, Gísli Gíslason, samning við Íslenska sjávarklasann um mótun langtímastefnu fyrir hafnir landsins. Stjórn hafnasambandsins telur mikilvægt að íslenskar hafnir uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem mikilvægs hluta samgöngukerfis landsins. Stærstur hluti hagkerfis þjóðarinnar og framtíðartækifæri í atvinnulífinu tengjast með einum eða öðrum hætti öruggum hafnarmannvirkjum. Mikilvægt er því að móta stefnu til lengri tíma sem tryggi afkomu hafna og fjárfestingargetu. Var ályk

tun í þessa veru einnig samþykkt á 38. Hafnasambandsþingi sem haldið var í Vestmannaeyjum dagana 20.-21. september 2012.

Er þessi undirritun því skref í átt að því að móta langtímastefnu fyrir hafnir landsins. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki árið 2014 og bindur stjórn hafnasambandsins miklar vonir við þetta verkefni og gerir hún ráð fyrir að lokaafurð verkefnisins verði stefnurit fyrir hafnir landsins.