Framlög til hafnarframkvæmda í fjárlögum 2014

SmábátarValur Rafn Halldórsson, starfsmaður Hafnasambands Íslands, hefur tekið saman minnisblað þar sem farið er yfir framlög til hafnarframkvæmda í fjárlögum 2014. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir framlögum til hafnarframkvæmda uppá um 1.236,5 m.kr. Er það hækkun uppá 49,7 m.kr að raungildi frá fjárlögum ársins 2013.

Af 1.236,5 m.kr. fer yfir helmingur eða 660 m.kr. í framkvæmdir við Landeyjahöfn. En einnig er um að ræða tímabundið framlag til Húsavíkurhafnar uppá 348 m.kr.