Nauðsynlegt að skilgreina neyðarhafnir

eldur_i_hafnarfjardarhofnGísli Gíslason, formaður stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga, segir mikilvægt að ljúka við reglur um neyðarhafnir og skipaafdrep. Engin höfn við Ísland er skilgreind sem neyðarhöfn. Í skýrslu, sem skrifuð var 2008, er Hafnarfjarðarhöfn nefnd sem möguleg neyðarhöfn.

Tekið er fram að hún henti ekki ef um eld-, sprengi- eða mengunarhættu er að ræða. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að ákvörðun um að fara með skipið í Hafnarfjarðarhöfn hafi ekki verið byggð á þessum tillögum. Ákveðið hafi verið að draga skipið þangað vegna þess að talið var að enginn eldur væri í því og slökkvistarfi væri lokið.

Frétt af vefnum www.ruv.is