Fundur um lög um varnir gegn mengun hafs og stranda

Breytingar á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda taka gildi um næstu áramót.  Í því felst m.a. breyting á skyldum hafna varðandi móttöku á sorpi, skólpi o.fl. og tilheyrandi gjaldtaka.  Fulltrúar Umhverfisstofnunar hafa áhuga á því að hitta sem flesta fulltrúa hafnanna á fundi til að fara yfir málið.

Nokkrar hafnir hafa verið að setja saman reglur og gjaldskrá vegna þessarar breytingar þannig að tóm gefst eflaust til að kynna þær hugmyndir á fundinum.

Því er hér með boðað til fundar sem haldinn verður í fundarsal á 3. hæð Hafnarhúss Faxaflóahafna við Tryggvagötu, fimmtudaginn 11. desember n.k. kl. 13:00.

Vinsamlegast tilkynnig þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið valur@samband.is.