7. hafnafundur

7. hafnafundur Hafnasambands Íslands var settur í Firði í Hafnarfirði í morgun, föstudaginn 28. ágúst. Að venju mæta starfsmenn hafna og stjórnarmenn hafnarstjórna vel á fundinn og mörg fróðleg erindi verða flutt í dag. Þar á meðal má nefna hefðbundnar upplýsingar um fjárhagsstöðu hafna, framkvæmdaþörf og öryggismál hafna. En meðal þess sem nýrra ber við eru upplýsingar um fjareftirlit með rafmagnsnotkun og stöðu rafmagnsmála vegna landtenginga, fræðslumál hjá Íslenska sjávarklasanum og nýtingu fiskistofna.

halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga flytur 7. hafnafundi ávarp við setningu fundarins sem nú fer fram í Firði í Hafnarfirði.
Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga flytur 7. hafnafundi ávarp við setningu fundarins sem nú fer fram í Firði í Hafnarfirði. Gísli Gíslason, formaður hafnasambandsins, situr fyrir miðri mynd.