Flutningaskip sigldi inn í Kleppsbakka

Af mbl.is (26.05.2019)

Danskt flutn­inga­skip stór­skemmdi bryggj­una við Klepps­bakka í morg­un þegar það sigldi á hana og skemmdi. Tjónið hleyp­ur á tug­um millj­óna. Or­sak­ir slyss­ins liggja ekki fyr­ir.

Á átt­unda tím­an­um í morg­un kom skipið, Naja Arctica, til Sunda­hafn­ar og átti að lenda við Klepps­bakka. Það beygði ekki sem skyldi held­ur stefndi beint inn í bryggj­una, með þeim af­leiðing­um að það kom gat á bryggj­una og stefnið á skip­inu klauf stálþilið í bryggj­unni.

Skipið klauf stálþilið inni í bryggjunni sem gerir þessa hlið ...
Skipið klauf stálþilið inni í bryggj­unni sem ger­ir þessa hlið henn­ar ónot­hæfa um hátt í tveggja mánaða skeið. Ljós­mynd/​Faxa­flóa­hafn­ir.

„Þetta er stór­skemmt,“ seg­ir Gísli Halls­son, yf­ir­hafn­sögumaður Faxa­flóa­hafna. Hann kveðst ekki vita hvað kom upp á hjá skip­inu sem leiddi til þessa. Lög­regl­an tók skýrslu af skip­verj­um í morg­un áður en þeir héldu sinn­ar leiðar til Græn­lands.

Gísli seg­ir að um ræði tugi millj­óna króna skemmd­ir og að um­fangs­mikið verk sé að gera við stálþilið í bryggj­unni. Dag­ur­inn í dag hafi farið í að tryggja vett­vang. „Það verður farið í það á morg­un að sjá hvernig við lög­um bryggj­una. Það þarf að kaupa stál að utan og slíkt,“ seg­ir hann.

Það eru tvær skipaleg­ur við bryggj­una og önn­ur þeirra verður ónot­hæf í minnst mánuð eða tvo, að sögn Gísla. „Þetta veld­ur tölu­verðum óþæg­ind­um á starf­sem­inni,“ seg­ir hann. Ástandið mun kosta fyr­ir­höfn vegna tíðari flutn­inga skipa fram og til baka.

Það kostar töluverða fyrirhöfn að stilla upp nýju stálþili í ...
Það kost­ar tölu­verða fyr­ir­höfn að stilla upp nýju stálþili í bryggj­una og stálið þarf að koma að utan. Ljós­mynd/​Faxa­flóa­hafn­ir

Naja Arctica er tæp­lega 10.000 tonna danskt flutn­inga­skip sem sigl­ir á veg­um Royal Arctic Line fram og til baka frá Dan­mörku til Græn­lands, með viðkomu á Íslandi. Að þessu sinni var skipið að sækja vör­ur til Íslands til þess að flytja þær áleiðis. Það fór aft­ur úr höfn síðdeg­is í dag. Óljóst er hvað olli því að skipið sigldi ekki í höfn sam­hliða bryggj­unni eins og eðli­legt er. Ljóst er að þeir sem stýra skip­inu eru ekki óreynd­ir menn, enda kunn­ug­ir sýnu erfiðari aðstæðum við Græn­land en þekkj­ast hér.

Trygg­inga­fé­lag skips­ins er að von­um ábyrgt fyr­ir skemmd­un­um sem af þessu kunna að hljóta.

Hér má sjá Klepps­bakka í vef­mynda­vél.

Naja Arctica er 9556 tonna danskt flutningaskip. Stefnið skemmdi bryggjuna ...
Naja Arctica er 9556 tonna danskt flutn­inga­skip. Stefnið skemmdi bryggj­una við Klepps­bakka þegar það lenti á henni. Ljós­mynd/​VesselF­ind­er