Skynsamlegt skref að banna svartolíuna

Gísli Gíslason framkvæmdastjóri Faxaflóahafna og formaður Hafnasambands Íslands

„Við hjá Faxa­flóa­höfn­um höf­um lengi nefnt að það sé ástæða til að tak­marka notk­un svartol­íu í land­helgi Íslands, und­ir þeim for­merkj­um að til þess að ná ár­angri í lofts­lags­mál­um að þá verður að grípa til aðgerða. Þess vegna erum við sam­mála þess­ari aðferðarfræði,“ seg­ir Gísli Gísla­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna.

Greint var frá því á föstu­dag að um­hverf­is- og auðlindaráðuneytið ósk­i eft­ir um­sögn­um um drög að reglu­gerðarbreyt­ingu sem bann­ar notk­un svartol­íu inn­an ís­lenskr­ar land­helgi.

Reglu­gerðarbreyt­ing­arn­ar kveða á um að leyfi­legt brenni­steins­inni­hald í skipa­eldsneyti sem notað er inn­an land­helgi Íslands og inn­sævis verður lækkað úr 3,5% niður í 0,1% þann 1. janú­ar 2020. Sama dag taka gildi breyt­ing­ar inn­an meng­un­ar­lög­sög­unn­ar, en utan land­helg­inn­ar lækk­ar leyfi­legt brenni­steins­inni­hald í skipa­eldsneyti niður í 0,5%.

Hef­ur ekki áhrif á kom­ur flutn­inga­skipa

Gísli seg­ir ekki eiga að vera flókið verk­efni fyr­ir út­gerðirn­ar að lækka brenni­steins­inni­hald niður í 0,1% á 12 mílna sigl­ing­unni til hafn­ar. „Farþega- og flutn­inga­skip­in eru að upp­fylla þess­ar regl­ur á sigl­ingu um Norður­sjó og Eystra­salt, þannig að við lít­um svo á að þetta sé skyn­sam­legt skref og auðvelt að mæta,“ seg­ir hann.

„Þetta mun ekki hafa áhrif á kom­ur farþega­skipa og ekki hafa veru­leg áhrif á flutn­inga­skip­in, en þetta er gott skref í þá átt Ísland sendi skýr skila­boð í lofts­lag­mál­um.“

Spurður hvort skip séu í dag að brenna svartol­íu í ís­lenskri land­helgi seg­ir hann mis­jafnt hvort að svo sé, eng­ar tak­mark­an­ir séu í hins veg­ar í dag sem banni þeim að gera slíkt. „Mikið af þess­um skip­um eru með létt­ari olíu, ein­hver eru þó með svartol­íu á út­haf­inu en það eru eng­in skip sem mega brenna svartol­íu í höfn­um,“ seg­ir Gísli

„Það er skyn­sam­legt að stíga þetta skref nú, því það á að vera auðvelt fyr­ir all­ar út­gerðir að mæta þessu og þarna eru ís­lensk stjórn­völd, sem vilja ná ár­angri að grípa til aðgerða.“