Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir í samtali við fréttastofu að panta þurfi stálplötur að utan. „Síðan þarf að rífa upp þekjuna, þjappa og ná burði.“ Og svo séu þarna lagnir sem þurfi að passa. „Þetta er kostnaðarsamt,“ segir Gísli. Tryggingarfélögin séu að ræða saman en slysið hefur haft í för með sér dálítið rask á starfsemi Eimskipafélags Íslands. „Þetta takmarkar athafnasvæði þeirra til losunar og lestunar. Þetta sleppur til.“
Eimskipafélagið þurfti að grípa til viðbragðsáætlunar strax eftir slysið en starfsfólk þess vann á næturvöktum til þess að sem minnst röskun yrði á þjónustu fyrirtækisins. Eimskip hefur þrjá viðlegukanta í Sundahöfn til uppskipunar og stóðu framkvæmdir yfir á einum þeirra þegar áreksturinn varð. Vonast var til að þeim framkvæmdum yrði lokið um miðjan þennan mánuð.
Litlu mátt muna að danska flutningaskipið sigldi á Jakann sem er gámakrana Eimskipaskipafélagsins. Hefði það gerst hefði það verið stóralvarlegt en Jakinn er 53 metra hár og vegum 450 tonn. Danska flutningaskipið kemur reglulega hingað til lands en það er hannað sérstaklega til þess að sigla til Grænlands.