Heimilt að draga 0,6% frá ofurkældum afla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla. Með breytingunni verður heimilt að draga 0,6% frá óunnum ofurkældum (íslausum) afla sem veginn er á hafnarvog.

Fiskur sem kældur er ofurkælingu fer íslaus í kar en hins vegar safnast saman vökvi úr fiskinum í karið. Fyrir liggur ítarleg úttekt Fiskistofu á svokölluðu dripi í ofurkældum afla, en drip mætti skilgreina sem þann aukaþunga er fiskurinn tekur til sín í formi vökva við þessa kæliaðferð. Niðurstaða úttektarinnar er að þetta drip sé á bilinu 0,4-1,1%. Með vísan til þessa er með þessari breytingu verið að heimila 0,6% frádrátt á hafnarvog frá bróttóvigtun á oflurkældum afla vegna þessa drips þannig að aflskráning sé rétt.