Áfram höldum við útgáfu rafrænna vggspjaldanna í röðinni 12 hnútar. Nú er komið að apríl spjaldinu, því fjórða í röðinni. Að þessu sinni er fjallað um þá hættu sem getur stafað af ofmati á eigin hæfni. Sjálfsöryggi og stefnufesta er vissulega góð en hún verður að grundvallast af opnun huga og hæfninni til að uppfæra og bæta við vitneskjuna sem fyrir er. Að maður sé ætíð tilbúinn að leita nýrra og betri hugmynda og hlusta eftir þeim. Líkt og komið er inn á í spjaldi nr. 3 þá er svokallaður „besserwisser“ (beturviti) er ekki líklegur til að tryggja öryggi.
Maður er ekki metinn af því sem maður þykist geta heldur því sem maður getur. Of mikið sjálfstraust getur verið merki um fáfræði og mikilvægast af öllu er að fylgja alltaf siglingareglum og leiðbeiningum framleiðanda tiltekinna tækja og áhalda. Gott er að deila hugmyndum og skoðunum með öðrum í áhöfninni og komast þannig að sameiginlegri niðurstöðu um bestu leiðina til að leysa málin.
12 hnútar eru unnið með helstu sérfræðingum í öryggismálum sjómanna, sem eru skólastjóri, kennarar og leiðbeinendur Slysavarnaskóla sjómanna.