Athuga skal reglulega ástand öryggisbúnaðar og hvort nóg sé af honum fyrir alla um borð. Betra er að hafa of mikið af honum en of lítið. Einnig er mikilvægt að um borð í bátnum eða skipinu séu verkfæri og varahlutir sem hægt er að grípa til ef eitthvað bilar. Einnig er mikilvægt að menn kynni sér nýjungar í öryggisbúnaði og tileinki sér þær.
Okkur langar að hvetja hafnir landsins til að deifa hlekknum á spjöldin (sjá hér fyrir neðan) til allra sem haft geta gagn af. Einnig er hægt að prenta spjöldin út, nota þau sem skjámyndir, birta þau á samfélagsmiðlum ykkar eða nýta á annan þann hátt sem þið teljið bestan.
12 hnútar eru unnið með helstu sérfræðingum í öryggismálum sjómanna, sem eru skólastjóri, kennarar og leiðbeinendur Slysavarnaskóla sjómanna.
- Íslenska spjaldið nr. 6 má nálgast hér neðst á síðunni: www.samgongustofa.is/12hnutar
- Enska spjaldið má nálgast hér neðst á síðunni: www.icetra.is/12knots