Vitanlega heyrir það til undantekninga að t.d. fjárhagsleg verðmæti séu sett ofar öryggi áhafnar en ef það finnst ein slík undantekning þá er það einni of mikið.
Ef svo ólíklega vill til að gerðar séu íþyngjandi kröfur sem stefnt geta áhöfn í hættu hvetjum við menn til að sýna staðfestu og setja ætíð öryggi báts og áhafnar í forgang. Skoðið sérstaklega þær fyrirbyggjandi aðgerðir sem tilgreindar eru hægra megin á spjaldinu.
Hægt er að prenta spjöldin út, nota þau sem skjámyndir, birta þau á samfélagsmiðlum ykkar eða nýta á annan þann hátt sem þið teljið bestan. Okkur langar að hvetja ykkur til að deifa hlekknum á spjöldin (sjá hér fyrir neðan) til allra sem haft geta gagn af.
Hér að neðan er svo skjámynd sem sýnir veggspjaldið sem nú er kynnt en við vísum annars, eins og fyrr sagði, á vefsíðuna 12 hútar en þar eru hlekkir sem gefa kost á að hlaða spjöldunum niður.
12 hnútar eru unnið með helstu sérfræðingum í öryggismálum sjómanna, sem eru skólastjóri, kennarar og leiðbeinendur Slysavarnaskóla sjómanna. Við viljum þakka sérstaklega fyrir stuðningur ykkur við þetta verkefni en dreifing og kynning á þessu er mjög mikilvæg og getur leitt til mun betri öryggismenningar á sjó.