Skortur á samvinnu getur leytt til slysa á sjó. Til að fyrirbyggja slíkt er mikilvægt að halda reglulega öryggisfundi og æfingar. Það þarf að ræða nákvæmlega hvað hver eigi að gera þegar óhapp verður og hvernig. Mikilvægt er að leita álits samstarfsfólks og að hugsa upphátt í aðgerðum.
Skapaðu liðsheild varðandi samskipti, samstarf og öryggi – það gæti bjargað lífi!