Það er oft um seinan sem fólk gerir sér grein fyrir þeirri hættu sem stafað getur af syfju og þreytu. Með þessu spjaldi er bent á fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar þess.
Árlega verða mjög alvarleg slys á Íslandi sem rakin eru til þessa og ótal mörg tilfelli þar sem stýrimaður hefur sofnað við stýrið. Þetta er einmitt umfjöll níunda veggspjaldsins í röðinni 12 hnútar.
Á spjaldinu er lögð áhersla á að fólk þekki einkenni þreytu hjá sér og öðrum. Að gerðar séu ráðstafanir til að koma í veg fyrir þreytu og þær hættur sem geta fylgt henni. Margt annað er tilgreint sem sjómenn eru hvattir til að kynna sér á spjaldinu.
Hægt er að prenta spjöldin út, nota þau sem skjámyndir, birta þau á samfélagsmiðlum ykkar eða nýta á annan þann hátt sem þið teljið bestan. Okkur langar að hvetja ykkur til að deifa hlekknum á spjöldin (sjá hér fyrir neðan) til allra sem haft geta gagn af.
12 hnútar eru unnið með helstu sérfræðingum í öryggismálum sjómanna, sem eru skólastjóri, kennarar og leiðbeinendur Slysavarnaskóla sjómanna. Við viljum þakka sérstaklega fyrir stuðningur ykkur við þetta verkefni en dreifing og kynning á þessu er mjög mikilvæg og getur leitt til mun betri öryggismenningar á sjó.