Slæmar hefðir

Í veggspjaldi númer 10 í röð 12 hnúta er tekið á þeirri hættu sem fylgt getur slæmum og úreldum hefðum. Á veggspjaldinu er nú sem fyrr bent á fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir þær hættur sem af þessu geta stafað. Mikilvægt er að fólk líti ekki á það sem sjálfgefið að tiltekin venja sé besta og öruggasta leiðin. Það er jafnframt mikilvægt að vera óhrædd/ur við að gagnrýna og endurskoða hefðir. 

Hægt er að prenta spjöldin út, nota þau sem skjámyndir, birta þau á samfélagsmiðlum ykkar eða nýta á annan þann hátt sem þið teljið bestan. Okkur langar að hvetja ykkur til að deifa hlekknum á spjöldin (sjá hér fyrir neðan) til allra sem haft geta gagn af. 

Hér að neðan er svo skjámynd sem sýnir veggspjaldið sem nú er kynnt en við vísum annars, eins og fyrr sagði, á vefsíðuna: www.samgongustofa.is/12hnutar  en þar eru hlekkir sem gefa kost á að hlaða spjöldunum niður. Spjald nr. 10 er einnig hér í viðhengi, bæði á íslensku og ensku. 

12 hnútar eru unnið með helstu sérfræðingum í öryggismálum sjómanna, sem eru skólastjóri, kennarar og leiðbeinendur Slysavarnaskóla sjómanna. Við viljum þakka sérstaklega fyrir stuðningur ykkur við þetta verkefni en dreifing og kynning á þessu er mjög mikilvæg og getur leitt til mun betri öryggismenningar á sjó.