Gjaldskrármál erlendra hafna

Gísli Gíslason, fyrrverandi formaður Hafnasambands Íslands og hafnarstjóri Faxaflóahafna, hefur afhent Hafnasambandinu skýrslu um gjaldskrármál erlendra hafna. Skýrslan er unnin að frumkvæði Hafnasambands Íslands.

Gísli gerði grein fyrir skýrslunni á hafnasambandsþingi sem haldið var í Snæfellsbæ í lok október. Í máli hans þar kom m.a. fram að þær samantektir sem hann hefur unnið og birtast hér eru hvorki tæmandi né um verkefni né rekstur hafna. Gagnvart gjaldtöku virðast íslenskar hafnir almennt standa ágætlega miðað við nágrannalöndin, ekki síst þegar tekið er tillit til mismunar í stærð og umsvifum. Einnig er mikilvægt að endurskoða hafnalögin á Íslandi í heild og tryggja að þau innifeli aukið svigrúm hafna til að bregðast við breytingum í rekstri, þróun verkefna og auknum kröfum um árangur í loftslagsmálum.