Stjórn Hafnasambands Íslands tekur undir þau atriði sem fram koma í fréttatilkynningu Cruise Iceland frá 14. desember sl. vegna gagnrýni fráfarandi ferðamálastjóra á komur farþegaskipa til landsins. Jafnframt vekur stjórnin athygli á því að þessar skipakomur skila verulegum tekjum í þjóðarbúið. Þær tekjur dreifast vítt og breytt um landið og þjónusta við farþegaskip og farþega þeirra hefur jafnframt skapað umtalsverð umsvif í ferðaþjónustu á öllum landssvæðum.
- Ályktun Cruise Iceland – 14. desember 2022
- Viðtal við markaðsstjóra Faxaflóahafna á turisti.is – 13. desember 2022
- Viðtal við fráfarandi ferðamálastjóra á turisti.is – 7. desember 2022