Á fundi stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 3. október sl., var fjármagn til hafnaframkvæmda í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 tekið til umræðu. Í framhaldinu samþykkti stjórnin bókun sem send hefur verið til fjárlaganefndar Alþingis þar sem skorað er á Alþingi að endurskoða fjárveitingar til verkefna á sviði hafnamála, ekki síst með tilliti til mikilvægis hafnanna fyrir samgöngukerfi landsins, sjávarútveg og atvinnulíf.