Komin er út skýrsla á vegum OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, um samkeppnishæfni hafnaborga. Fjallað er um áhrif hafna á borgir, stefnumótun og hvernig má auka jákvæð áhrif hafna á umhverfið og milda neikvæð áhrif. Talið er að auka megi hag borga af hafnastarfsemi meðal annars með því að stofna klasa um hafaþjónustu og ýta undir að iðfyrirtæki séu sem næst höfnum.
Skýrslan er fáanleg í gegnum vef OECD. Á vef innanríkisráðuneytisins má finna útdrátt um nokkur helstu umfjöllunarefni skýrslunnar.