Breyting á hafnalögum samþykkt

Alþingi samþykkti á lokadögum þingsins breytingu á hafnalögum. Meðal breytinga má nefna nýtt gjald til hafnasjóða sem nefnt hefur verið eldisgjald. Gjaldið er lagt á eldisfisk, sem er umskipaður, lestaður er eða losaður í höfnum.

Hafnasamband sveitarfélaga og Samband íslenskra sveitarfélaga lögðu til í umsögn sinni við frumvarpið að núverandi lagaákvæði um aflagjald yrði rýmkað og það lagt á allar sjávarafurðir hvort sem um er að ræða sjávarafla beint úr sjó eða eldisfisk í sjókvíum og eldisseiði.