Á stjórnarfundi í Hafnasambandi Íslands sem haldinn var föstudaginn 19. nóvember var opnaður endurbættur vefur hafnasambandsins. Vefurinn er nú knúinn áfram af WordPress vefumsjónarkerfinu, en það er ókeypis vefumsjónarkerfi sem er aðgengilegt öllum á veraldarvefnum (wordpress.com).
Hægt er að gerast áskrifandi að fréttum hafnasambandsins með því að semella á RSS merkið efst á síðunni og velja „Subscribe to this feed“. Þeir sem hafa Outlook póstforritið (og sjálfsagt einhver fleiri slík) geta einnig gerst áskrifendur að RSS veitunni og fá þá tölvupóst þegar breytingar eru settar inná síðuna.
Ingibjörg Hinriksdóttir, tækni- og upplýsingafulltrúi sambandsins, hefur annast endurgerð heimasíðu hafnasambandsins og veitir hún allar nánari upplýsingar um vefinn og vefumsjónarkerfið.