Áhöfnin á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS slapp ekki við ófærð á dögunum þrátt fyrir að skipið hafi verið í vari undir Grænuhlíð á meðan óveðrið stóð yfir. „Veðrið undanfarna daga hefur ekki leikið við sjómenn frekar en aðra á þessu landi. Um borð í Júlíusi Geirmundssyni er t.d .mikil ófærð og voru menn þar á fullu að ryðja sér leiðir um dekkið. Mokstur gengur vel og er búist við að allar leiðir verði færar nú um hádegisbil,“ segir á vef skipsins, jullinn.is fyrir helgi.
Þar var haft eftir Magnúsi Snorrasyni mokstursmeistara um borð í Júlíusi að færðin hafi verið erfið eftir að veðrinu slotaði en eftir töluverðan mokstur hafi loks verið fært fyrir dekkmenn að vinna.
Af bb.is (30.01.2012)