Frosti VE144 í Grenivíkurhöfn

Ísfisktogarinn Frosti VE 144 kom í gær í fyrsta sinn til löndunar í Grenivíkurhöfn. Margt var um manninn á bryggjunni, fólk að fylgjast með löndun og skoða skipið. Víða mátti sjá fána blakta við hún á Grenivík í gær í tilefni komu skipsins.

Frosti ehf. keypti skipið nýlega frá Vestmannaeyjum sem þá hét Smáey. Skipið var keypt í stað frystitogarans Frosta ÞH 229 sem seldur var til Kanada í febrúar sl. Frosti lét svo aftur úr höfn í  gærkvöldi.

Á myndinni er Þorsteinn Harðarson skipstjóri við komuna með Frosta í baksýn.