Hægt er að sjá staðsetningu skipa með AIS búnað um allan heim á internetinu, Mareind í Grundarfirði hefur sett á heimasíðuna sína AIS kort til að skoða staðsetningu AIS skipa við Ísland. Einnig höfum þeir sett upp AIS monitor stöð sem staðsett er í Grundarfirði og hlustar eftir AIS skipum við Breiðafjörð.
Skoða AIS skip við Ísland - tengill á vefsíðu Mareindar.
Lesa meira
Author: Hafnasamband Íslands
Strandsiglingar að hefjast að nýju
Starfshópur innanríkisráðherra um hvernig koma megi strandsiglingum á að nýju hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Leggur hópurinn til að leitað verði tilboða í siglingarnar samkvæmt ákveðnum forsendum þar sem boðið verði í meðgjöf ríkisins til nokkurra ára meðan siglingarnar koma undir sig fótunum. Miðað er við tilraunaverkefni til nokkurra ára og að því loknu standi siglingarnar undir sér.
(meira…)
Lesa meira
Aflaverðmæti 127,2 milljarðar króna
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 127,2 milljörðum króna fyrstu tíu mánuði ársins 2011 samanborið við 114 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 13,2 milljarða króna eða 11,6% á milli ára.
(meira…)
Lesa meira
Bátur sökk í Kópavogshöfn
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um klukkan fjögur aðfararnótt sunnudagsins 15. janúar út af bát sem hafði sokkið í höfninni í Kópavogi. Slökkviliðið dældi vatni upp úr bátnum og var að næstu þrjá tímana, eða þar til félagar í Hjálparsveit skáta í Kópavogi voru fengnir til þess að aðstoða lögregluna þar á bæ.
Ekki er vitað hversvegna báturinn sökk.
Lesa meira
Ekkert banaslys á sjó á árinu 2011
Rannsóknarnefnd sjóslysa (RNS) hefur birt yfirlit ársins 2011 á vef sínum, http://rns.is. Þar kemur m.a. fram að engin banaslys hafi orðið á sjó á árinu 2011 en það gerðist einnig á árinu 2008. Banaslys varð síðast á sjó þann 17. apríl 2010 og eru því liðin tæp tvö ár frá því slysi þegar skýrsla RNS var tekin saman.
Eitt banaslys varð þó á íslensku hafsvæði á árinu en það varð á grænlensku nótaveiðiskipu þegar skipverji fór fyrir borð og drukknaði. Þetta mál er rannsakað og skráð hjá döns...
Lesa meira
Sverrir nú starfsmaður á öxl
Rafmagnslaust var í Grindavík aðfaranótt nýársdags og aðstoða þurfti nokkur skip í höfninni þess vegna. Menn voru kallaðir út en ekki Sverrir Vilbergsson. „Þá þagði minn sími," segir hann, en um áramót lét Sverrir af störfum sem hafnarstjóri í Grindavík vegna aldurs. Sverrir byrjaði á sjó 1958, þá 16 ára gamall, og hefur tengst höfninni síðan. Hann var lengi stýrimaður og skipstjóri á vertíðarbátum en hóf störf hjá höfninni 1987 og hefur verið hafnarstjóri frá árinu 2000.
(meira…)
Lesa meira
Ný vefsíða hafnasambandsins
Á stjórnarfundi í Hafnasambandi Íslands sem haldinn var föstudaginn 19. nóvember var opnaður endurbættur vefur hafnasambandsins. Vefurinn er nú knúinn áfram af WordPress vefumsjónarkerfinu, en það er ókeypis vefumsjónarkerfi sem er aðgengilegt öllum á veraldarvefnum (wordpress.com).
(meira…)
Lesa meira
Annríki á Faxagarði
Varðskipið Týr kom til Reykjavíkur 18. nóvember eftir að hafa verið í leiguverkefnum fyrir Fiskveiðieftirlitsstofnun Evrópusambandsins (CFCA) síðastliðna sex mánuði, m.a. á Miðjarðarhafi, í Síldarsmugunni og á Flæmska hattinum.
Áætlað er að varðskipið Týr fari í slipp fljótlega.
Þá er varðskipið Ægir nýkomið heim eftir að hafa verið í verkefnum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Varðskipið Þór undirbýr nú brottför frá Reykjavík þar sem skipið heldur til eftirlits- og löggæs...
Lesa meira
Öryggi í höfnum
Á vef Siglingastofnunar kemur fram að eitt af verkefnum stofnunarinnar er að hafa eftirlit með því að við hönnun og byggingu hafnarmannvirkja sé fylgt lágmarkskröfum um slysavarnir í höfnum. Með því er m.a. átt við öryggisbúnað til að koma í veg fyrir slys og nota má til að bjarga þeim sem verða fyrir óhöppum við hafnir. Meðal þess eru stigar, bjarghringir, björgunarlykkjur, björgunarnet, krókstjakar, símar eða bjölluskápar og lýsing á hafnarsvæðum. Í úttektum eru einnig skoðuð innsiglingamerki ...
Lesa meira
Málþing með notendum Faxaflóahafna
Miðvikudaginn 2. nóvember nk. efna Faxaflóahafnir til málþings með notendum sínum þar sem þeim gefst færi á að kynna sér það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum og fræðast um starfsemina á hafnarsvæðum fyrirtækisins. Málþingið hefst kl. 16.00. (meira…)
Lesa meira