Bátur sökk í Kópavogshöfn

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um klukkan fjögur aðfararnótt sunnudagsins 15. janúar út af bát sem hafði sokkið í höfninni í Kópavogi. Slökkviliðið dældi vatni upp úr bátnum og var að næstu þrjá tímana, eða þar til félagar í Hjálparsveit skáta í Kópavogi voru fengnir til þess að aðstoða lögregluna þar á bæ. Ekki er vitað hversvegna báturinn sökk.
Lesa meira

Ekkert banaslys á sjó á árinu 2011

Rannsóknarnefnd sjóslysa (RNS) hefur birt yfirlit ársins 2011 á vef sínum, http://rns.is. Þar kemur m.a. fram að engin banaslys hafi orðið á sjó á árinu 2011 en það gerðist einnig á árinu 2008. Banaslys varð síðast á sjó þann 17. apríl 2010 og eru því liðin tæp tvö ár frá því slysi þegar skýrsla RNS var tekin saman. Eitt banaslys varð þó á íslensku hafsvæði á árinu en það varð á grænlensku nótaveiðiskipu þegar skipverji fór fyrir borð og drukknaði. Þetta mál er rannsakað og skráð hjá döns...
Lesa meira

Sverrir nú starfsmaður á öxl

Rafmagnslaust var í Grindavík aðfaranótt nýársdags og aðstoða þurfti nokkur skip í höfninni þess vegna. Menn voru kallaðir út en ekki Sverrir Vilbergsson. „Þá þagði minn sími," segir hann, en um áramót lét Sverrir af störfum sem hafnarstjóri í Grindavík vegna aldurs. Sverrir byrjaði á sjó 1958, þá 16 ára gamall, og hefur tengst höfninni síðan. Hann var lengi stýrimaður og skipstjóri á vertíðarbátum en hóf störf hjá höfninni 1987 og hefur verið hafnarstjóri frá árinu 2000. (meira…)
Lesa meira

Annríki á Faxagarði

Varðskipið Týr kom til Reykjavíkur 18. nóvember eftir að hafa verið í leiguverkefnum fyrir Fiskveiðieftirlitsstofnun Evrópusambandsins (CFCA) síðastliðna sex mánuði, m.a. á Miðjarðarhafi, í Síldarsmugunni og á Flæmska hattinum. Áætlað er að varðskipið Týr fari í slipp fljótlega. Þá er varðskipið Ægir nýkomið heim eftir að hafa verið í verkefnum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Varðskipið Þór undirbýr nú brottför frá Reykjavík þar sem skipið heldur til eftirlits- og löggæs...
Lesa meira

Öryggi í höfnum

Á vef Siglingastofnunar kemur fram að eitt af verkefnum stofnunarinnar er að hafa eftirlit með því að við hönnun og byggingu hafnarmannvirkja sé fylgt lágmarkskröfum um slysavarnir í höfnum. Með því er m.a. átt við öryggisbúnað til að koma í veg fyrir slys og nota má til að bjarga þeim sem verða fyrir óhöppum við hafnir. Meðal þess eru stigar, bjarghringir, björgunarlykkjur, björgunarnet, krókstjakar, símar eða bjölluskápar og lýsing á hafnarsvæðum. Í úttektum eru einnig skoðuð innsiglingamerki ...
Lesa meira

Boðað til 5. hafnasambandsþings

Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til 5. hafnasambandsþings dagana 20. og 21. september 2012. Sveinn R. Valgeirsson, forstöðumaður Vestmannaeyjahafnar, hefur í samstarfi við starfsmenn hafnasambandsins tekið saman upplýsingar um gistirými í Vestmannaeyjum á þessum tíma. Gistirými er nokkuð af skornum skammti og við hvetjum þá sem hyggjast sækja þingið til að bóka gistingu sem fyrst svo ekki komi til vandræða þegar nær dregur. Eftirtaldir gististaðir eru í boði: (meira…)
Lesa meira

Reynt að ná Sölku af botni Sandgerðishafnar í dag

Reynt verður í dag að ná fiskibátnum Sölku af botni Sandgerðishafnar, en hann sökk þar á skammri stundu í gær, sunnudag, eftir að stálbáturinn Rán GK sigldi á hann við bryggju, þegar Rán var að koma úr róðri. Salka er 30 tonna eikarbátur og standa möstrin ein upp úr sjónum, en Rán er stór stálbátur. Salka var mannlaus þegar Rán sigldi á hana og engan sakaði um borð í Rán. (meira…)
Lesa meira