Á 38. hafnasambandsþing sem haldið var í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september 2012 var stjórn Hafnasambands Íslands falið að láta gera úttekt á efnahagslegum áhrifum íslenskra hafna og vægi þeirra í íslensku
atvinnulífi. Valur Rafn Halldórsson, starfsmaður hafnasambandsins, hefur á seinustu mánuðum unnið í úttektinni sem var einnig MA-ritgerð hans í stjórnun og stefnumótun.
Í úttektinni er stuðst við ársreikninga hafnasjóða og sveitarfélaga fyrir árið 2012 sem og gögn frá Hagstofu Ísla...
Lesa meira
Fréttir
Sjóstökk getur verið hættulegur leikur
Sjóstökk eða stökk í höfnina hefur í gegnum tíðina verið vinsæl iðja hjá ungu fólki. Í dag er mikið um að unglingar skori hver á annan á samfélagsmiðlum að stökkva í sjóinn en með því er verið að magna upp hættu á slysum.
Þegar fólk stekkur í sjóinn fylgir því töluverð hætta á krampa og er þá viðkomandi algerlega óhæfur til að bjarga sér sjálfur og snör hand- og sundtök þjálfaðra aðila þarf til að vel fari í slíkum tilfellum. Þá er mjög varasamt að stökkva úr mikilli hæð en því hærra sem st...
Lesa meira
Umsögn um frumvarp til laga um hafnalög
Hafnasamband Íslands hefur sent Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um hafnalög (ríkisstyrkir o.fl.), 234. mál. Í umsögn sinni áréttar stjórn hafnasambandsins ályktun hafnasambandsþings frá árinu 2012 og vill að auki koma á framfæri athugasemdum við frumvarpið sem fulltrúar Hafnasambands Íslands í nefnd sem endurskoðaði núgildandi hafnalög lögði til að í frumvarpi til breytinga á lögunum lögðu til í nefndarstörfum.
Umsögn um hafnalagafrumvarp febrúar 2014
Lesa meira
Jóla- og nýárskveðja
Hafnasamband Íslands sendir aðildarsveitarfélögum sínum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á nýju ári með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Lesa meira
Norðfjarðarhöfn stækkuð
Framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar ganga vel og virðast tímaáætlanir ætla að standast í öllum meginatriðum. Þessar framkvæmdir skipta Síldarvinnsluna miklu máli enda hafa stærstu skip átt mjög erfitt með að athafna sig í höfninni til þessa.
Slík skip geta einungis siglt inn í höfnina í blíðviðri og jafnvel þarf björgunarbáturinn Hafbjörg að aðstoða lóðsbátinn Vött við að koma þeim að bryggju. Umferð um höfnina er mikil og má nefna að á árinu 2012 voru skipakomurnar 519 og eru þá sm...
Lesa meira
Svipaður útflutningur sjávarafurða
Á fyrstu tíu mánuðum ársins voru fluttar út sjávarafurðir fyrir 226 milljarðar króna sem er 1% samdráttur frá sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofu Íslands.
Fyrstu 10 mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 508,9 milljarða króna. Iðnaðarvörur voru 51,4% alls útflutnings og var útflutningur þeirra 5,3% minni en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 44,5% alls útflutnings. Samdráttur í útflutningi á iðnaðarvörum og sjávarafurðum stafar að hluta til af lækkun á ver...
Lesa meira
Langtímastefna fyrir hafnir landsins
Föstudaginn 15. nóvember nk. verður haldin vinnustofa um mótun sameiginlegrar langtímastefnu fyrir aðildarhafnir Hafnasambands Íslands í Húsi Sjávarklasans, Grandagarði 16. Vinnustofan hefst stundvíslega kl. 12:00 með hádegismat og stendur til kl. 16:00.
Eins og mörg ykkar vita þá hefur Íslenski sjávarklasinn undanfarið undirbúið mótun sameiginlegrar stefnu. Þegar hefur verið lögð vefkönnun fyrir aðildarhafnir. Við hvetjum þá sem ekki hafa tekið þátt í henni til að gera það sem fyrst. Hægt er...
Lesa meira
Hafnarstjórar geta vísað skipum frá
Hafnarstjórar hafa, samkvæmt hafnarlögum, völd til þess að vísa frá skipi ef því fylgja hættur. Málið er flóknara ef skip er komið úr hættuástandi, segir formaður stjórnar Hafnasambands Íslands.
Gísli Gíslason, formaður stjórnar Hafnasambands Íslands, segir að hafnarstjórar hafi samkvæmt lögum rétt til að vísa skipi frá ef mönnum og umhverfi stafar af því hætta. Málið sé hins vegar flóknara þegar talið er að hætta sé liðin hjá. Gísli segir að samkvæmt lögum eigi skip í sjávarháska rétt á að k...
Lesa meira
Nauðsynlegt að skilgreina neyðarhafnir
Gísli Gíslason, formaður stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga, segir mikilvægt að ljúka við reglur um neyðarhafnir og skipaafdrep. Engin höfn við Ísland er skilgreind sem neyðarhöfn. Í skýrslu, sem skrifuð var 2008, er Hafnarfjarðarhöfn nefnd sem möguleg neyðarhöfn.
Tekið er fram að hún henti ekki ef um eld-, sprengi- eða mengunarhættu er að ræða. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að ákvörðun um að fara með skipið í Hafnarfjarðarhöfn hafi ekk...
Lesa meira
Vilja skýrari reglur um neyðarhafnir
Hafnarstjórn Hafnarfjarðar telur afar brýnt að mótaðar séu skýrar reglur um hlutverk og skyldur neyðarhafna og jafnframt sé brýnt að farið verði yfir þá atburðarrás sem átti sér stað sl. föstudag þegar flutningaskipið Fernanda var dregið til hafnar.
Þetta kemur fram í bókun sem var samþykkt á fundi hafnarstjórnar Hafnarfjarðar í morgun.
Lúðvík Geirsson, formaður hafnarstjórnar, segir í samtali við mbl.is, að stjórnin hafi verið kölluð saman til fundar í morgun til að fara yfir stöðuna.
Ý...
Lesa meira