Samband íslenskra sveitarfélaga
Unnið fyrir Hafnasamband Íslands
Greining þessi verður aðeins aðgengileg í stafrænu formi. Hægt er að hlaða niður síðunni sem PDF skjal og gögnum úr upplýsingaöfluninni sem Excel skjal neðst á síðunni.
Efnisyfirlit
Samantekt
Líkt og á fyrri árum hefur Þróunarsvið (áður Hag- og upplýsingasvið) Sambands íslenskra sveitarfélaga tekið saman skýrslu um fjárhagsstöðu aðildahafna Hafnasambands Íslands. Söfnun upplýsinga fór fram í formi könnunar til útfyllingar og var svörun ágæt. Þar sem svör bárust ekki voru upplýsingar sóttar í útgefnum ársreikningum viðeigandi sveitarfélaga.
Eftirfarandi upplýsingum var safnað var fyrir úttekt og greiningu fjárhagsstöðu hafnarsjóðanna 2023
Rekstrarreikningur
- Rekstrartekjur alls
- Tekjur af aflagjöldum
- Tekjur af vörugjöldum
- Tekjur af vörugjöldum
- Tekjur vegna skemmtiferðaskipa
- Aðrar tekjur
- Rekstrargjöld alls
- Laun og tengd gjöld
- Annar rekstrarkostnaður
- Afskriftir
- Fjármunaliðir
- Óreglulegir liðir
- Rekstrarniðurstaða
Efnahagsreikningur
- Eignir
- Veltufjármunir
- Skuldir og skuldbindingar
- Skammtímaskuldir
- Langtímaskuldir
- Eigið fé
Sjóðstreymisyfirlit
- Fjárfestingarhreyfingar samtals
- Veltufé frá rekstri
- Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum
- Aðrar fjárfestingarhreyfingar
- Fjármögnunarhreyfingar samtals
- Tekin ný langtímalán
- Afborganir langtímalána
- Aðrar fjármögnunarhreyfingar
- Breyting á handbæru fé
Framkvæmdaáætlun
- Framkvæmdir, nettó
- Framkvæmdir alls
- Áætlaðar endurgreiðslur ríkis/Hafnabótasjóðs
Bakgrunnsupplýsingar
- Fjöldi stöðugilda
- Útflutningur (tonn)
- Landaður afli (tonn)
- Rafmagnssala (KW)
Helstu niðurstöður úr rekstri hafnarsjóða Íslands árið 2023:
- Stöðugildum fækkar lítillega en tekjur fyrir hvert stöðugildi hækka
- 4% samdráttur í inn- og útflutningi í tonnum en hlutdeild Fjarðabyggðahafna eykst
- 100.000 tonna samdráttur í lönduðum afla en hlutdeild stærstu hafnanna eykst um 6%
- 5% aukning á rafmagnssölu
- 5% aukning tekna á föstu verðlagi, einkum vegna komu skemmtiferðaskipa
- 6% hækkun á framkvæmdakostnaði
- Framlegð hafnarsjóðanna í heild lækkar
- Rekstrarniðustaða og skuldir lækka í hlutfalli við tekjur
- Eiginfjárhlutfall hafnarsjóðanna í heild lækkar
- Áhættumat hafnarsjóðanna í heild svipar til stöðunnar fyrir heimsfaraldur COVID-19
Umsvif hafnarsjóða
Í töflunni hér að neðan má leita í leitarglugga að sérstökum hafnarsjóðum, raða gildum dálkunum í hækkandi eða lækkandi röð og fletta yfir á næstu síður til þess að sjá fleiri hafnarsjóði. Þetta á við um allar töflur í skýrslunni.
Heildarfjöldi stöðugilda árið 2023 voru 218 og fækkar þeim um þrjú frá fyrra ári. Hlutdeild þeirra fjögurra hafnarsjóða með flest stöðugildi er 58% og hækkar um eitt prósentustig milli ára.
Í kökuritinu má smella á eða halda bendli á einstaka kökusneiðar eða heiti einstakra hafnarsjóða til þess að sjá nánar um hvaða hafnarsjóð hver kökusneið heyrir til. Hafnarsjóðir sem ekki eru teknir sérstaklega fram er hópað saman í flokkinn aðrir hafnarsjóðir, en sjá má stöðugildi þeirra í töflunni að ofan.
Rekstur hafnarsjóða
Tekjur jukust um 14% á nafnvirði milli ára en 5% á raunvirði. Mest var aukning í tekjum af komu skemmtiferðaskipa eða um 1.750 milljarða króna. Þá drógust aðrar tekjur saman um 8% á nafnvirði milli ára en afla- og vörugjöld voru nær óbreytt á heildina litið.
Þegar smellt er á skýringartexta tímaraðanna í línuritinu má sjá þróun þeirra yfir tímabilið. Einnig er hægt að setja músina á ákveðinn stað til þess að fá uppgefið nákvæma upphæð, heiti tímaraðar og viðeigandi ár.
Ekki gáfust nægilega ítarlegar upplýsingar um áætlaðar endurgreiðslur Hafnabótasjóðs á fjárhagsáætlanatímabilinu 2024-2025.
Á árinu 2023 minnkaði framlegð um 3% svo minna stóð eftir af rekstrartekjum þegar búið var að greiða breytilegan kostnað. Rekstrarniðustaða lækkaði úr 43% af tekjum í 28% sem helst má rekja til breytingu í fjármagnsliðum og auknum afskriftum. Veltufé frá rekstri var óbreytt milli ára eða 42% af tekjum og endurspeglar talsverða fjármuni hafnarsjóða úr eigin rekstri sem eru til ráðstöfunar í fjárfestingar og afborganir lána. Skuldir sem hlutfall af tekjum voru 65% árið 2023 og lækkuðu úr 66% frá fyrra ári.
Eftirtektarvert er hve mikil breyting var á fjármagnsliðum sem jukust um rúman hálfan milljarð króna frá 2022 til 2023. Breytinguna birtist fyrst og fremst hjá Hafnarsamlagi Norðurlands og Faxaflóahöfnum. Skýrir þetta rétt tæp 90% af breytingu fjármagnsliða milli ára.
Áhættumat hafnarsjóða
Fjórir þættir úr rekstri hafnasjóða eru notaðir til þess að gera áhættumat um stöðu reksturs sveitarfélags. Fyrir hvert atriði sem hafnarsjóðurinn mætir ekki eykst áhættumatið um eitt þrep. Þrepin eru í heildina fimm: engin, lítil, nokkur, mikil, alvarleg. Ef áhættumatið er alvarlegt þá mætir hafnarsjóðurinn öllum atriðum sem hækka áhættu hennar á hverju tímabili.
Atriði sem hækka áhættu í áhættumati
- Eigið fé er neikvætt
- Veltufé frá rekstri er neikvætt
- Skuldahlutfall er yfir 150%
- Veltufjárhlutfall er undir 100%
Breyting á áhættumati frá 2022 til 2023
- Súðavíkurhöfn bætir við sig úr mikilli í alvarlega áhættu
- Vogahöfn bætir við sig út nokkurri í mikla áhættu
- Hafnir Norðurþings minka við sig úr mikilli í nokkra áhættu
- Reykjaneshafnir, Hólmavíkurhöfn og Blöndóshöfn minnka allar við sig úr nokkurri áhættu í litla
- Skagastrandahöfn, Reykhólahöfn og Bolungarvíkurhöfn bæta við sig út engri áhættu í litla
Á línuritinu hér að neðan má sjá þróun áhættumats hafnarsjóðanna sem hafa á síðastliðnum fimm árum fengið áhættumat alvarlegra en engin áhætta. Til þess að birta áhættumatið myndrænt er þrepi áhættumats varpað yfir í tölur á eftirfarandi máta:
- 4: Alvarleg áhætta
- 3: Mikil áhætta
- 2: Nokkur áhætta
- 1: Lítil áhætta
- 0: Engin áhætta
Þegar smellt er á heiti hafnarsjóðs á myndinni má sjá þróun áhættu hennar undanfarinna ára. Einnig er hægt að setja músina á ákveðinn stað á tímaröðinni til þess að fá uppgefið heiti hafnarsjóðs og áhættumat hvers árs.
Niðurhal á efni skýrslu
Smellið á hnapp til þess að hlaða niður skýrslunni í heild sinni eða svörum hverrar hafnar við upplýsingaöfluninni með því að smella á viðeigandi hnapp.
Úttekt og greining á fjárhagsstöðu íslenskra hafna 2023
Útgefin: 24. október 2024
Samband íslenskra sveitarfélaga
Þróunarsvið
Borgartúni 30
Pósthólf 8100 - 128 Reykjavík
Ábyrgðaraðili: Sólveig Ástudóttir Daðadóttir