Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa hjá Faxaflóahöfnum sf.

Faxaflóahafnir sf. hafa skilað inn til Umhverfisstofnunar áætlun um móttöku úrgangs og farmleifa  hjá Faxaflóahöfnum. Grundvöllur áætlunarinnar eru lög um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004 með síðari breytingum, MARPOL-samningurinn um varnir gegn mengun sjávar frá skipum frá árinu 1973 ásamt bókun frá árinu 1978 (MARPOL 73/78) með tilheyrandi reglugerð nr. 801/2004 um varnir gegn sorpmengun frá skipum.

Faxaflóahafnir sf. fylgja amþykktri umhverfisstefnu og er skilvirk og ábyrg móttaka á úrgangi frá skipum einn þeirra þátta sem áhersla er lögð á. Áætluninni er skipt upp í 11 tölusetta liði auk þess sem henni fylgja yfirlit og skipurit er varða söfnun úrgangs á athafnasvæðum hafnanna. Þá fylgja áætluninni eyðublöð á íslensku og ensku fyrir skip og höfn sem fylla þarf út þegar úrgangur er afhendur og móttekinn.

Faxaflóahafnir sf. hafa sem fyrr segið sent skjalið til Umhverfisstofnunar en þar á bæ er ekki enn búið að samþykkja það. Hafa ber þann fyrirvara á því að það gæti breyst í meðförum stofnunarinnar.